loading/hleð
(6) Blaðsíða 2 (6) Blaðsíða 2
2 2. grein. Kosningarrjett til alþingis á hver maður, seni kosningar- rjett hefur á Islandi til f>jóðj>ingsins, eptir lögunmn frá . . ., og geldur til sveitar af efnuin sjálfs sín. 3. grein. Kjörgengur til fulltrúa á aljringi er hver maður, sem kjörgengur er til fulltnia á jrjóðþingið, eptir lögunnni frá..., ef hann á að minnsta kosti 10 hundruð i jörðu á Islandi, eða heldur jörð, sem byggð er honum œfilangt og er 20 hundruð að dýrleika, eða á þar rnúrhús eða timburhús, er metin sjeu eigi minna en 1000 rbd., með löglegri virðingargjörð, er eigi sje meira en 6 ára göinul. Skyldi eigi verða svo margir kjörgengir menn eptir reglu þessari í kjördæmi nokkru, að 1 verði kjörgengur af 100 hverju innbúanna í kjördæminu eplir hinu siðasta fólkstali, skal bæta við tölu hinna kjörgengu svo mörgum þeirra, sem gjalda mesta skatta i kjördæminu eplir manntalsbókinni, að hlutfall þetta náist, - 4. grein. Kjörstjórnir þær, sem getið er i lögunum frá . . ., skulu hafa skrár yfir þá, sem eiga kosningarrjett og kjörgengi til alþingis i Reykjavíkur kaupstað og í hrepp hverjuni. Skulu skrár þessar samdar einusinni á ári hverju, og skal leggia til grundvallar skrárnar yfir þá, sem kosningarrjett eiga til þjóðþingsins; þó skal, sainkvæmt 2. gr., á skránni yfir þá, sem kosningarrjett eiga til alþingis, sleppa þeini, er eigi gjalda til sveitar af efnum sjálfra sín; svo skal og, á skránni yfir þá, sem kjörgengi eiga til þingsins, sleppa þeim , er eiga kosn- ingarrjett, en hafa ekki það til að bera, er kjörgengi til al- þingis er bundin við eptir 3. gr., en aptur bæta þeiin við á skrána, sem eru ámilli 25 og 30 ára að aldri og hafa að öðru leyti það til að bera, er nú var getið. Sýslumaður og bæjarfógeti skulu vera skyldir til, þegar þess er beðizt, að láta kjörstjórnunum í *je skýrslur þær, er þarf til að semja skrárnar.


Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis.

Höfundur
Ár
1851
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis.
http://baekur.is/bok/7de28c30-6b12-43d8-b8c3-b69268220576

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/7de28c30-6b12-43d8-b8c3-b69268220576/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.