loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
Efni: Tvær pilssíddir af svörtu klæði eða öðru efni 1,40 m á breidd og 8 cm í streng. Pilsvídd má ekki vera minni en 2,70 m, þrjár til fjórar pils- síddir af efni, sem er 0,90 m á breidd. Ef fjór- ar síddir eru hafðar, má taka í pilsstrenginn utan af einni lengjunni'. Skófóður 0,70 m af 1,40 m breiðu eða 1,00 m til 1,35 m af 0,90 m breiðu fóðri. Tvinni, krókapör og efni í hanka. Þau mál sem þarf að nota eru: Mittisvídd Mjaðmavídd Lendavídd Sídd frá mitti niður á ökkla. Pilsið er sniðið og saumað þannig: Efninu skipt eftir þræði í tvær eða fleiri síddarlengj- ur eftir breidd þess. Lengjurnar nældar saman með réttu mót réttu (títuprjónar snúi hornrétt á lengjurn- ar) og síðan saumað í vél rétt innan við jaðarinn. Allt- af er hafður heill dúkur að framan, því að fallegra er að saumarnir komi sem mest í föllin, ef fleiri lengjur eru hafðar. Sé efnið 1,40 m á breidd, er byrjað á að merkja miðlínur á báðar lengjur. Framdúkur unninn þannig (sjá teikningu): Byrjað er að mæla 7-8 cm frá miðlínu. Þá eru tekn- ir sniðsaumar um 2 cm á dýpt, síðan tekin 2 föll 2,5 cm á dýpt. Þau saumuð saman á röngu 3-4 cm frá mitti. Fallbotnar stroknir í átt að miðlínu. Sniðsaum- ar gerðir á hlið, 5-6 cm á dýpt og 20-22 á lengd. Klauf vinstra megin 18-20 cm löng, gengið frá henni með heilum renning úr fóðurefni, og verður breidd hans frágengin 1,5-2 cm. Vasi er stundum settur við klauf- ina. Þá er byrjað að fella afturdúk við miðlínu. Föllin liggja frá vinstri til hægri. Alltaf er hafður 1 cm milli fallbrúna. Fyrst eru gerð 20-24 föll jafndjúp frá 4-7 cm á dýpt, eftir því hvað mikið efni er til umráða. Þá er þeirri vídd, sem eftir er að sniðsaum á hlið, dreift í 3-4 föll, sem eru höfð djúp eftir vild, þannig að mittisvíddin sé mátuleg. Föllin næld vandlega nið- ur með títuprjónum, sem liggja hornrétt við efri brún og gæta verður þess, að brúnirnar liggi nákvœmlega saman að ofan. Föllin þrædd V2 cm frá brún og aftur 4 cm neðar, þétt 0g vel, þvert yfir föllin. Þá eru föllin pressuð niður á röngu um 4 cm frá brún. Síðan eru föllin lögð bein og slétt og varpað laust með grófum tvinna þvert yfir djúpu föllin á röngu. Fyrst 6 cm frá brún og aftur dálítið neðar, svo þau haldist betur saman. Strengurinn nældur og þræddur á, stunginn um 1 cm frá brún og sprotarnir gerðir á strenginn sitt hvorum megin við klaufina. Síðan brotinn um 1 cm inn af strengnum, lagt niður við strenginn á röngu í vélstunguna; um leið eru settir fjórir hankar í pilsið, það mátað og síddin athuguð. Skófóðrið, sem er 30 cm breitt, saumað saman jafnvítt pilsinu og merktar UPPHLUTSPILS Stærð 40-42 miðlínur, lagt yfir pilsið, rétta mót réttu, nælt, þrætt og saumað 1 cm frá brún. Síðan er fóður og saumför stungið saman á réttu fóðurs 2 mm frá fyrri saum. Brotinn er inn 1 cm á fóðrinu að ofan og stungið í vél með stækkuðu spori um 3-4 mm frá brún. Fóðrið nælt upp þannig, að merkilínur standist á, nælt, þrætt og athugað, að ekki sé vindingur í fóðrinu. Leggja má niður við skófóðrið með lausu kappmelluspori og er þá tekið í vélstunguna. Festir eru krókar innan á strenginn og þurfa þeir að standast á við lykkjur á bol, fjórir á afturpilsi, 1 á hvorri hlið og 4 að framan. Strengsprotinn er kræktur eða hnepptur. Strengurinn má ekki vera það breiður, að beltið hylji hann ekki vel. Notuð eru stokkabelti, flauelsbelti, sem stundum eru baldýruð, eða teygjuflauelsbelti með á- saumuðum silfurdoppum, og er beltið ætíð krækt með beltispörum að framan. Sjálfsagt er að vera í síðu millipilsi við íslenska bún- inginn og er þá fallegt að hafa rykktan bekk neðst á pilsinu um 30 cm á breidd.


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1974
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
http://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.