loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
UPPHLUTS- SVUNTA Efni: Um 0,90 m af efni, sem er 1,20-1,40 m á breidd. Tekinn frá renningur í strenginn 5-6 cm á breidd. Svuntan er földuð á hlið- um með mjóum faldi, um % cm, lagt niður við hann í höndum. Svuntan er höfð um 25 cm styttri en pilsið. Brotinn 1 cm inn á röngu og þrætt niður. Þá er faldurinn nældur upp um 8 cm breiður, lagt niður við hann í höndum. Svuntan felld að ofan og snúa föllin frá vinstri til hægri, eins og á pilsinu. Venjulega er svuntan höfð það breið, að hún nái að djúpu föllunum aftan á pilsinu. Verður þá bilið að aftan um 20-24 cm. Föllin eru 1-1,5 cm á dýpt, en það fer eftir breidd og þykkt efnisins. Síðan er haldið þrætt á, rétta mót réttu, stungið í vél um 1 cm frá brún, sproti gerður á haldið hægra megin 20-24 cm á lengd. Sprotanum snúið við, þrætt inn af haldinu um 1 cm, nælt og lagt niður við í höndum í vélstunguna. Föllin strokin niður efst, einnig hald og faldar. Hnappagöt eru gerð á báða enda haldsins, sé notaður gull- eða silfursvuntuhnappur. EFNISVAL ' íslenski upphluturinn nýtur sín best, sé þunnt fallegt klæði í pilsi og bol. Nú á seinni árum hefur verið mjög erfitt að fá réttu efnin og þurft hefur að notast við alls konar gerviefni, misjafnlega hentug. Erfiðast hefur verið að fá efni í skyrtu og svuntu og hefur búningurinn sett niður við það. Aður höfðum við hinar glæsilegu þjóðlegu dúksvuntur, og er knýjandi nauðsyn að taka þær upp aftur og fá svo látlaust, hentugt efni í skyrturnar. Ánægjulegt væri, ef sem flestir tækju nú höndum saman um endurbætur á búningnum, svo að hann mætti verða þjóðlegur og lslendingum til sóma. Svanhvít Friðriksdóttir


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1974
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
http://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/811d7d74-8ed4-499c-a81b-b5e4bd0c6e95/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.