
(5) Blaðsíða 5
UPPHLUTS-
SKYRTA
Efni: 1,80 m af 0,90 m breiðu, eða
1,15 m af 1,40 m breiðu.
Skyrtan er sniðin og saumuð á
venjulegan hátt. Skyrtusídd 15 cm
niður fyrir mitti. Hálsmál má vera
með bryddaðri klauf og beinum
kraga, 8-10 cm breiðum (sjá 1.
teikningu). Eins má flytja snið-
saumsvídd að hálsmáli, gera litla
bryddaða klauf, rykkja hálsmál að
framan og brydda það síðan (sjá
2. teikningu). Fleiri gerðir af háls-
málum eru sýndar á teikningum
3-7. Hálsmál nælt saman með
brjóstnál.
Skyrtuermar eru mest notaðar því
sem næst sléttar í handveg, en dá-
lítið víðar að framan, rykktar und-
ir líningu, sem er 2-4 cm á breidd.
Hnappagöt gerð á báða enda lín-
inga, og venjulega notaðir skyrtu-
hnappar úr gulli eða silfri (sjá 8.
teikningu).
Gott er að stinga renning á mittis-
linu og þræða bendla í; þannig
jafnast víddin best. Skyrtan þarf
að fara vel og vera látlaus við
allt silfurskrautið á upphlutnum.