loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
AFMÆLISRIT FAXA STARFIÐ f DAG Reistu i verki viljans merki, vilji er allt, sem þarf. TrúSu á sjálfs þín hönd, en undur eigi, upp með plóginn, hér er þúfa í vegi. E. Ben. Þessar hvetjandi Ijóðlínur valdi okkar kæri skátaforingi Þorsteinn Einarsson, til að þrykkjast á íslenzkt sauðskinn, sem skátaflokkurinn Útlagar í Reykjavík sendi Faxa á 5 ára afmælinu 1943. Sannarlega hafa þær orðið okkur hvatning til starfa fyrir skátafélagið. Við samanburð á starfsemi félagsins í dag og á fyrstu árum þess ber að athuga, að meðlimafjöldinn hefur fimmfaldast frá stofndegi. Eðlilegt er því, að starfsemin sé nú umfangsmeiri og víðtækari en í fyrstu. 1 byrjun voru aðeins drengir, sem þátt tóku í starfsemi félagsins. Síðar varð Faxi fyrir því láni, að stúlkur tóku að fylla raðir félagsins, og hafa þær ætíð reynzt traustir og dugmiklir félagar og mætti reyndar segja, verið betri helmingur félags- ins. Grundvallaratriðin eru þau sömu og við stofnun — skátalögin eftir Baden Powell, sem ekkert banna, en varða veginn. í upphafi átti félagið við ýmsa erfið- leika að etja, sem nú er að nokkru leyti búið að yfirvinna. Fyrsta og jafnframt erf- iðasta vandamálið, sem félagið varð að horfast í augu við, var húsnæðisleysið. Hin- ir ýmsu fundir og æfingar, sem fara fram á vegum þess krefjast góðs húsrýmis, og um tíma leit svo út sem húsnæðisvandræðin myndu verða félaginu að aldurtila. Vegna óbilandi trúar og tryggðar við skátahug- Sigurjón Kristinsson, félagsforingi sjónina yfirunnust húsnæðiserfiðleikarnir, að vísu ekki að fullu, en þó þannig, að bætt var úr brýnustu nauðsyn. Engan skyldi undra, þótt svo margmenn- ur hópur, sem búinn er að gerast skátar, sé nokkuð mishæfur til félagsstarfsemi. Því hafa oft og einatt bylgjur andstreymis og kvíða hertekið hugi þeirra, er við stjórn- völinn hafa staðið, þegar félagar hafa hellzt úr lestinni og hafnað þar sem sízt skyldi. En birta og ylur hugsjónarinnar að reynast öðrum hjálplegur, hefur ætíð brætt klaka vonleysis og hert hugann að nýju- Starfið í félaginu í dag krefst mikils B


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.