loading/hleð
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
AFMÆLI5RIT FAXA tíma og skipulagningar af foringjum þess. Allir láta tíma sinn fúslega í þarfir félags- ins, því að þar er honum eigi á glæ kastað, heldur ber hann þar margfaldan ávöxt. Allskonar fundir, bæði flokks,- sveitar- og deildarfundir, útilegur og göngur um okkar ægi-girtu Heimaey setja eðlilega mestan svip á starfsemi félagsins. Annars eru það ótrúlega mörg verkefni, sem unnið er að. Bæjarbúum er kunnugt um sumt, en annað ekki. Allt miðar þetta markvisst að því að samhæfa unglingana til átaka og úrlausnar erfiðra verkefna, og til þess að búa þá undir veðrahretin, á lífsleiðinni. Fundirnir, sér- lega þó flokksfundirnir veita þeim tæki- færi til þess að læra ýmislegt raunhæft, er að notum kemur síðar meir, t. d. atriði úr hjálp í viðlögum, og ótal margt annað- í hverjum flokki eru 8—10 skátar. Flokks- foringi stjórnar honum. Flokkurinn hefur fund einu sinni í viku hverri. Hinar tíðu gönguferðir skátanna á sunnu- dagsmorgnum, þegar meirihluti bæjarbúa hvílist enn í rekkju eða er innan húss, veitir þeim innsýn í fegurð móður náttúru, gefur þeim þor og þrek til að klífa tinda, hreysti og manndóm. Útilega í tjaldi með yndislegum félögum, og sól í heiði, veitir hverjum og einum nýja trú á tilveruna. Heilbrigt skemmtanalif er hornsteinn gleðinnar og nægjuseminnar. Að því stefnir skátafélagið. Hvorki óheilnæmi tóbaks- reyksins eða návist Bakkusar, er leyfð á skemmtunum okkar. Oft höfum við fundið til þess, hve rík þörf það er fyrir félagið að eiga stuðning þeirra, er að hverjum einum meðlimi þess standa, og á ég þar við foreldrana. Árvekni og eftirgrennslan um hag félagsins á hverj- um tíma, myndi óefað tengja það enn nær þeim. Ef allir þeir, sem þessu félagi unna, taka höndum saman og vinna að framgangi Poringjaráð 1947 þess, eigum við bæjarbúar eftir að sjá ávöxtinn margfaldan í hugarfari og breytni þeirra unglinga, er fylkja sér undir merki skátahugsjónarinnar. Látum Ijóðlínurnar, sem að framan eru ritaðar, vísa okkur veginn til framtaks og dáða, til aukinna starfa, æsku byggðar- lagsins til uppörfunar og vaxandi þroska og þjóðinni allri til heilla um ókomin ár. Með skátakveðju Sigurjón Kristinsson. 1938—1948 Af stofnendum Faxa eru ennþá starfandi: Sigurjón Kristinsson, núverandi félagsfor- igni. Jón Runólfsson, Faxa. Björgvin To'rfa- son, Útlögum, Reykjavík. Kári Þ. Káráson, Útlögum, Reykjavík og Kristinn ó. Guð- mundsson, Útlögum, Reykjavík. YIÐURKENNING FYRIR STARFIÐ Frd B.Í.S.: Friðrik Ilaraldsson, 5 ára lilju á gfáenu bandi. Kári Þ. Kárason, 5 ára lilju á grænu bandi. Gísli Guðlaugsson, eyrkrossmh og Jón Runólfsson, eyrkrossinn. Frd Faxa: Arnbjörn Kristinsson, 5 ára lilju, Guðjón Tómasson, 5 ára iilju. Kristján Georgsson, 5 ára lilju, Jón ísaksson, 5 ára lilju og Magn- ús Kristinsson, 5 ára lilju. 9


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.