loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
AFMÆLISRIT FAXA Halldór Giiðjónsson, skólastjóri: „Sól og dögg leggja lóð sín á metin móti hretum og kulda. Árvekni og natnar hendur leggja lóð sín móti illgresi og skemmdum. Enginn fœr metið verðgildi hinna góðu afla, er ávallt og allstaðar vinna móti hinum lakari í uppeldisstarfi móður náttúru. Heil- brigð félagssamtök æskunnar eru sífellt að leggja lóð sín á metin móti öflum spillingar- innar í siðgæði og manndómi. Ég þakka þér, skátafélagið Faxi, fyrir 10 ára samstarf í uppeldismálum bæjarins. Horfðu hátt og vítt, en vertu umfram allt á verði inn á við í þinni ungu og fram- sæknu félagssál.“ Ólafur Á. Kristjánsson, bœjarstjóri: „Skátahreyfingin er bræðralagshugsjón og alheimssamband ungra manna og kvenna, sem viðurkenna jafnrétti inannanna, án til- lits til litar og kynþátta. Stefnuskráin er göfgandi fyrir einstakl- ingana, felur í sér líkamsþjálfun, reglu- semi og kærleika til náungans. Sannur skáti er fyrirmyndar þegn þjóð- félagsins, því fleiri, því hetra.“ Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólasljóri: „Svo skátafélagið Faxi kvað vera orðið 10 ára! Oft finnst okkur svona eftir á, að tíminn hafi liðið fljótt. Ég minnist stofn- unar félagsins eins og hún liefði skeð í gær. Kjarninn í félagsskapnum urðu nemendur úr Gagnfræðaskólanum, margir liinir betri og mannvænlegri, og Þorsteinn Einarsson, samkennari minn, gerðist foringi skátanna. Lítið herbergi í skólahúsinu varð fyrsta skjól félagsins og skólanum bar einnig gæfa til að greiða götu þess um aukið húsnæði, þegar ineira þurfti með. Ég segi gæfu, því að gæfa hefir það orðið mörgum unglingum okkar að starfa og þroskast undir merki skátafélagsskaparins, hér sem annarsstaðar. Sameiginlegar menningarhugsjónir hafa til þessa tengt saman Gagnfræðaskólann og skátafélagið. Vel gerður æskulýður og bind- indisstarfið er blessun þeirra beggja. Mætti svo lengstum verða. Hamingjan fylgi Faxa.“ Ólafur Ó. Lárusson, héraóslæknir: „Frá því skátar hófu liér starfsemi, hef ég fylgzt með þeim og veitt þeim athygli. Þeir hafa frá upphafi sett svip sinn á byggðarlagið. Ég þykist þess fullviss, að margir þeirra drengja og stúlkna, sem gengið hafa í þenn- an holla félagsskap, hafi gert sér far um að iðka í verki, margar af þeim dyggðum, sem skátum ber. Þeir eru skjótir til hjálpar og fyrirgreiðslu, þegar til þeirra er leitað, orð- varir og orðheldnir. Ég veit ekki annað en skátarnir hér séu til fyrirmyndar í reglu- semi, forðist áfengi og tóhak, og er slíkt prýði á mönnum á öllum aldri. Göngur þeirra og útilegur stuðla að auknu lieil- brigði og æskilegu sambandi við móður náttúru. Skátarnir liafa gert sér far um að kynna sér „hjálp í viðlögum,“ og hef ég oft séð ávexti þeirrar þekkingar. Þeir bera skyn á gildi hreinleika í meðferð sára og meiðsla, sem er ómetanlegt. Ég óska Faxa gæfu og blessunar á ókomn- um árurn." Sr. Halldór Kolbeins, sóknarprestur: „Skátahreyfingin er lyftistöng kristinnar menningar. Sá, . em einhvern tíma hefir starfað af alhuga í skátareglunni ber þess blæ alla ævina. Hann er frjálslegur og al- úðlegur, úrræðagóður og drengilegur. Skátahreyfingin býr yfir liugsjónum, sem fylla hugi óspilltra æskumanna eldmóði og gleði yfir lífinu. Skáti trúir á Guð og lifir í ríki kærleikans.“ 1 □


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.