loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
ATMÆUSRIT FAXA FORINGJARÁÐ FAXA 1940 Fremri röð, frá vinstri: Sigurjón Kristinsson, ritari, Þorsteinn Einarsson, félagsforingi og Friðrik Haraldsson, deildarforingi. Efri röð, frá vinstri: Einar Torfason, sveitarforingi, Magnús Kristinsson, aðst.sveitarforingi, Magnús Sigurðsson, flokksforingi, Kristinn Ó. Guðmundsson, flokksforingi, Jón A. Valdimarsson, gjaldkeri, Kári Þ. Kárason, flokksforingi, Jón Runólfsson, aðst.sveitarforingi, Leifur Eyjólfsson, sveitarforingi og Gísli Guðlaugsson, flokksforingi. 8-sagan Skátinn Sveinbjörn Snorrason skyldi skreppa smá skynditúr suður, síðla sumars, sem sé sunnudaginn sextánda september. Seglskipið Signý sigldi stormbyr snemma sunnudagsins. Skammt sunnan stóru skerj- anna stækkaði strax sjólagið. Skipið slingr- aði, svo Sveinbjörn svimaði sjósjúkan. Stormurinn skóf sjóinn, svo særoksstrók- arnir skýldu skerjóttri ströndinni, skammt sunnan Selskerjanna, sem sjófarendum sýndust sannarlega skelfileg. Stórviðrið skók skipið, sundursleit seglin, stór sem smá, svo Signý slingraði stjórn- laus. Skipstjórinn snapsaði sig sífellt skammarlega, sömuleiðis stýrimaðurinn, skeyttu slælega skipstjórninni, svo síðast steinsofnuðu svínin. Sveinbjörn sá skipstjóraskömmina svín- fulla sleppa stýrinu, settist sjálfur sem skjótast sem stýrimaður. Skipið skoppaði stórkostlega, svo Sveinbjöm skorðaði sjálf- an sig, stritaðist súrum svita. Sjór setti stýrissveifina skarplega- Skipið skyldi sleppa. Smám saman sveigði skipið. Skerin skelfilegu struku skipssíðuna. Stjórn skátans sigraði. Skátastúlka. n


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.