loading/hleð
(22) Blaðsíða 20 (22) Blaðsíða 20
AFMÆLISRIT FAXA Kvenshdtar í Eyjum EFTIR HILDU ARNADOTTUR Það eru ætíð merk tímamót í hverju fé- lagi, þegar 10 ára starf liggur að baki. Að vísu er það ekki hár aldur, en hann er það tímabil, sem álitið er, að sé örðugast í sögu, lífi og starfi hvers félagsskapar, það tíma- bil, sem sýnir og sannar, að félagið er byggt upp af góðum stofni, sýnir trausta sam- heldni og sannar, að félagið hefur dáð og dug til að berjast fyrir tilveru sinni gegn- um hverskonar erfiðleika- Það er eðlilegt, á tímamótum sem þess- um, að hugurinn hvarfli aftur í tímann og staldri örlítið við einstök atriði starfsem- innar. Verða mér þá hugstæðust atvik, sem viðkoma kvenskátunum hér. Kvenskátasveit Faxa var stofnuð 19. jan. 1940 með 23 meðlimum. Sýnir stofnenda- fjöldinn, að hér hefur verið mikill áhugi meðal stúlkna á þessum þarfa félagsskap, enda kom hann strax ótvírætt í ljós í starf- inu. Meðlimatalan hefur síðan vaxið hægt og sígandi, þrátt fyrir brottflutning með- lima og annara atvika til óstarfhæfni, svo hér eru nú 48 kvenskátar. Þar af eru að- eins þrjár af stofnendunum starfandi, þær Erna Elíasdóttir, Lilja Guðmundsdóttir og sú er þetta ritar. Fyrsti sveitarforingi kvenskáta var kjör- in Indiana Guðlaugsdóttir, ágætur foringi, en er fyrir nokkru síðan alflutt til Reykja- víkur. Áhugi var sem sagt mikill hjá stúlk- unum fyrir skátastarfseminni, unnið og lært vel og dyggilega á grundvelli skáta- laganna, ásamt mörgu öðru góðu og gagn- legu. Fundir voru haldnir reglulega, þótt í réttstöö'u! húsrými væri slæmt og kalt, farið í göngur út um Heimaey, útilegur og róðrarferðir og margt fleira, sem maður mun ávallt minnast með hlýju sem hinna skemmtileg- ustu stunda. Utanbæjarskátar hafa oft látið undrun sína í ljós yfir því, hvernig við hér færum að viðhalda göngum og útilegum á svo litlu eylandi, við hlytum að marg-fara um sömu slóðir, og virtist það æði tilbreytingarlítið og leiðigjarnt. Að vísu er Heimaey ekki stór, en hún býður upp á margt fallegt og aðlaðandi í smæð sinni, einkennilegt og stórhrikalegt í hæð sinni, svo að þótt við komum ef til vill oftar en einu sinni á sama staðinn í gönguferðum og útilegum, sjáum við ávallt eitthvað nýtt, sem kætir hug og auga, en hitt, sem við höfðum áður séð, er vegna einhverra sérstæðna aldrei of skoðað. Störf okkar kvenskáta hafa veríð mörg 20


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.