loading/hleð
(4) Blaðsíða 2 (4) Blaðsíða 2
AFMÆLISRIT FAXA MINNINGAR FRÁ FAXA Ég var kennari við gagníræðaskólann í Vestmannaeyjum. Það var venja skóla- stjóra, kennara og nemenda skólans að leika sér mikið úti í frímínútum. Allir léku sér. Kinnarnar voru rjóðar og skapið létt. Svo var það á miðjum vetri 1938, að hóp- ur drengja tók sig út úr og voru á leyni- legum fundum úti við veggi skólagarðsins eða reikuðu um leiksvæðið í þéttum hnappi. Þetta fannst mér og öðrum kvenlegar að- farir. Hvað var á seiði? Uppþot? Leikleiði? Nei, ekki alveg. Það var verið að stofna til meiri samheldni, meiri leika. Það var verið að stofna skátafélag. Margir stofnendanna voru úr gagnfræðaskólanum og aðrir úr barnaskólanum. Jón Oddgeir hafði í fyrsta skipti heimsótt skólann og kennt okkur hjálp í viðlögum. Til hans leituðu piltarnir um aðstoð við stofnun skátafélags. Hann fékk svo í lið með sér Pál heitinn Bjarnason og Friðrik Jesson- Þessir ágætis menn lögðu með piltunum grundvöllinn að skáta- félagi, og í þeirra hópi inni í fimleikasal barnaskólans var því haldið undir skírn og gefið nafnið Faxi. Kletturinn, sem gnæf- ir hæst og skagar lengst til norðurs á Heimaey, hnarreistur og tigulegur, hátt hafinn yfir dranginn Lat, sem rekur koll- inn upp úr sjónum við fætur Faxa. Sögnin segir, að Latur hafi fallið í sjó úr Faxa, hann hafi hrist af sér af letina. Var ekki margt táknrænt við tilveru þessara dranga og nafnagift hins nýja skátafélags? Nú eru liðin 10 ár frá því, að ég varð þess var, að skátafélagið Faxi varð til. Ég gaf mig ekkert að þessum félagsskap Þorsteinn Einarsson fyrsta árið, sem það starfaði, og taldi það jafnvel óþarft, þar eð velstarfandi íþrótta- félög, stúkur og skólar, gætu leyst verk- efni þess, en þó fann ég, að félagið hafði áhrif á skólalífið — góð áhrif. Stúlka var í skólanum, sem varð fyrir nokkru aðkasti. Ég bað skátana að hjálpa mér til þess að vinna gegn þessu. Þeir tóku því vel og að- kastið hvarf. Einn piltur var leikillur. Ég ræddi þetta einu sinni á óbeinan hátt í leik- fimitíma og beindi orðum mínum til skát- anna, og ég tók eftir því, að piltarnir tóku að temja þennan félaga sinn. Veturinn 1938—’39 kom Jón Oddgeir aft- ur til Eyja. Hann hélt sýningu á bruna- tækjum upp í skóla, og ég var þar staddur. 2


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.