loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
AFMÆLISRIT FAXA 99 Það sktti að verða skcmintuii" „Hláturinn lengir lífið,“ segir máltækið, og er eflaust margt satt í því, að minnsta kosti er það atriði, sem við skátarnir ger- um okkur fyllilega ljóst og sést það m. a. af því, að ein lagagrein okkar fjallar um þetta efni: Skáti er glaðvær. Skátafólagið Faxi hefur frá stofnun tek- ið mikinn þátt í skemmtanalífi bæjarbúa og á þar vafalaust virðulegan sess, enda hafa skemmtanir þær, sem félagið hefur stofnað til verið mjög vinsælar meðal bæj- arbúa, ef ráða má af fjölda þeim, er sækja hinar almennu skemmtanir félagsins. Fyrsta almenna skemmtunin, sem félagið stofnaði til var barnaskemmtun. Var hún haldin í Alþýðuhúsinu á annan jóladag 1941. Skemmtun þessi hafði verið undir- búin þá um haustið, en einkum þó eftir að jólafrí hafði verið gefið í skólum bæjarins, því að þá voru flestir skemmtikraftarnir innan við 16 ára aldur. Allmikil auglýsinga- starfsemi var viðhöfð, bæði með götuaug- lýsingum, auglýsingum i blöðum og út- varpi, og að morgni annars jóladags voru fregnmiðar um skemmtunina bornir í hvert hús í bænum. Á fregnmiöum þessum voru talin upp hin ýmsu skemmtiatriði og fyrir neðan þau var áskorun til allra foreldra, um að leyfa börnum sínum að sækja skemmtunina- Neðst á fregnmiðanum stóð svo: „Aðgangur 1 króna,“ og var þetta sett hálf hikandi, því að við vorum smeykir um, að krakkar fengju ekki að fara fyrir svo hátt verð, en við hættum nú á það, enda voru jólin. Skemmtun þessi tókst með afbrigðum vel, og var húsið svo þétt- setið sem frekast var unnt, en allþröngt var, þegar dansinn hófst, að loknum skemmtiatriðunum. Næsta haust var hafinn undirbúningur að nýrri skemmtun, sem átti ekki aðeins að vera boðleg börnum, heldur einnig full- orðnum. Hún var haldin í Samkomuhús- inu og auglýst á sama hátt og hin fyrri. Á fregnmiðunum stóð auk skemmtiatrið- anna: „Dansað til kl. 3 f. h. Fimm manna hljómsveit. Aðgangur er kr. 3,00.“ Eftir þessa skemmtun voru síðan haldnar ár- legar skemmtanir, sem hver um sig ávann íélaginu vaxandi álits. Á þessum skemmt- unum hafa ekki eingöngu verið bomir fram skátaleikir eða kennsluþættir, heldur og margskonar gamanleikir, hljómlist og síðast en ekki sízt söngur. Þar á meðal tveir stúlkna-kvintettar, sem hvor um sig hafa verið þeir beztu hér í Eyjum. Allar þessar skemmtanir hafa verið tvíteknar á ári hverju og þá einhverjum nýjum atrið- um bætt við. Annar liður í skemmtana- og útbreiðslu- ’ barnaskemmt ö verðnr I Alf>ýöuhú*lnu i (2, jólftdaf) kl. 2 h. Dagskrá. . , 1 Cowboy* tkaramlá. 2. 10 litlir negr*Btrák»r. ;j Jóla»veinn 8k«rámUr. 4. Fukira llatlr. 5. DANS á cftir ■kwmotiatriftumlm. 5 mttt.na hljomaveit leikur á roilll »kemmUatri5ann* Forcldrar lofift börnum yðar aö bJú, hnyra or *uka þáU t •kammtun *kéunna. Aögangur 1 króna. ■ ''fiftfj SkátafélagíO „FAXI" Fregnmiði að fyrstu skemmtuninni, 2. jóladag 1941 6


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.