loading/hleð
(33) Blaðsíða 31 (33) Blaðsíða 31
Eflaust eiga þó þau viðhorf til hins raunhæfa, sem þar eru tjáS, litlum vinsældum aS fagna hjá þeim, er vilja ná þrælataki á listinni og gera hana síSan aS peSi á skák- borSi stjórnmálanna. Þeif mun ótvíræSari og myndugri sem gáfur listamannanna eru, því meir beinast athygli og árásir stjórnmálaleiStoganna aS þeim, og því meira þykir meS þurfa aS hreinsa listina af öllu, sem ekki þjónar beinum áróSri. Hinn andlegi fjársjóSur, sem fólginn er í frjálsri listsköpun, er lítt nothæfur þegar um er aS ræða síbreytileg vandamál líðandi stundar, og því verða aSeins hinir djörfustu meðal listamanna til að ávaxta hann. Framangreint ástand er orsök óvissu og öryggisieysis, sem nokkuð hefur borið á hjá ýmsum ágætum lista- og menntamönnum í seinni tíð, og ekki farið minnkandi við útgáfu bókar um myndlistir Sovétríkjanna, sem hingað barst fyrir skömmu. Ef dæma má eftir henni, virðist lítill áhugi ríkjandi á þeim slóðum fyrir réttri stöðu listarinnar í þjóðfélaginu. ÞaS hlýtur að teljast vanmat á máli og gildi myndlistar, þegar ekki er gerður greinarmunur á henni og hinum fjölmörgu áróðurstækjum nú- tímans, ljósmyndum, kvikmyndum o. fl., sem öll eru betur fallin til nákvæmrar frá- sagnar á daglegum fyrirbærum og henta því bezt til hverskonar áróðurs. Það sem kan nað vanta á má fela atvinnumönnum á sviði skopteikninga. ÞaS er því undarlegt, að þess skuli krafizt af myndlistarmönnum, sem virðast skap- aðir til að tala á máli þessarar listgreinar, að þeir gangi inn á svið ljósmyndarans og kvikmyndarinnar, því það getur aðeins borið þann árangur, að rödd listar þeirra þagni. Slíkir menn draga ætí, þá næringu til verka sinna, er þau þrafnast á hverjum tíma, og eru ekki tilfinningarnar upphaf listanna? Eða treystir nokkur sér til að halda því fram í fullri alvöru, aS nafn á listaverki sé meira virSi en inntak þess? Máttur listarinnar og fegurS á rót sína aS rekja til þeirra fyrirbæra, er orka dýpst á höfundinn. Því meiri áherzla sem lögS er á notagildi listaverka, því megri verSur útkoman. Sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að máttur myndlistarinnar felst í samstillingu fjölbreyttra forma, sem orka á vitund okkar meS ýmsu móti, snerta okkur meira eða minna. Ahrifamagn þessarar listgreinar, er hún talar sínu eigin máli, verður ekki dregið í efa enda þótt fólki sé það ekki ætíS ljóst. Sú upplyfting, sem 31


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (33) Blaðsíða 31
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/33

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.