loading/hleð
(4) Blaðsíða 2 (4) Blaðsíða 2
Renesansins eru ekki fullkomnun eftirlíkingarinnar, en sú hugmynd veldur Jdví, að almenningur skipar þeim i fremstu röð listaverka, heldur felst gildi þeirra í samræm- ingu formsins, litanna og byggingu (komposition), sem hvílir bak við hið ytra borð. I samanburði við þetta skiptir litlu máli, hvort María og Jesúbarnið eru fríð eða ekki. Þessi viðfangsefni haldast lítt breytt, hvort sem E1 Greco eða Picasso eiga í hlut, hvort listaverkið byggist á formum, sem auðkennd eru í náttúrunni, eða þau hafa orðið til í huga listamannsins. Mynd af móður með barn er líkleg til þess að njóta almennrar hylli (sérstaklega ef bæði eru nú lagleg), hvernig sem hú nkann að vera máluð. Sama gildir um málverk af Þingvöllum á íslandi og George Washington í Ameríku. Mönnum hættir til að rugla saman tilfinningu fyrir listrænu gildi málverks og dálæti sínu á einhverjum stað, fjalli, bernskuminningu o. s. frv. Hin leifturhraða bylting á sviði vélrænnar tækni Vesturlanda hefur skapað misræmi þannig, að andleg þróun hefur ekki fylgzt með þeirri vélrænu. Á sviði lista varð bein- línis afturför, sem náði hámarki um Viktoríutímabilið á síðari hluta 19. aldar. Þessi bylting hefur rænt fólkið marga af hinum beztu eiginleikum náttúrubarnsins. ímyndunaraflið hefur alltaf verið grundvöllur listarinnar. Með vélameningunni kom hin kalda, stærðfræðilega skynsemistrú og ímyndunaraflið varð að barnalegri bábilju. Hugur mannsins og allt það sem honum er fært að skapa varð að víkja fyrir vélrænni rökvísi. Það er svo komið, að hugmyndaflug og ímyndunarafl eru orðin séreinkenni barnsins og þeirra einstöku listamanna, sem hafa leitazt við að endurlífga þessar kenndir, mikið fyrir áhrif barna og frumstæðra Jrjóða. Allir kannast við teikningar barna. Á vissum aldri finnur barnið hjá sér meðfædda hvöt til þess að skapa. Fullorðnir brosa góðlátlega, í trausti yfirburða ímyndaðs þroska síns, án þess að gera sér grein fyrir, að á sviði listar er barnið þeim miklu framar. Myndir barna eru oft frábærar að dirfsku, hugmyndaflugi og ágæti myndrænnar bygg- ingar, sem sérhver fullorðinn gæti verið upp með sér af. Þessi „óvitaskapur“ er hin eðlilega innri þörf náttúrubarnsins fyrir skapandi útrás. Það gildir barninu einu, hvort verk Jjess líkist konu eða ekki. Það skapar eitthvað sem táknar konu. Ahuginn á verkinu sjálfu er viðfangsefninu meiri. 2


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.