loading/hleð
(26) Blaðsíða 22 (26) Blaðsíða 22
22 Nei, kæru foreldrar! yðar von sje guð, yðar ellistoð sje faðirinn á himnuni, hann bregzt eigi, hann breytist eigi. Guð hefur að vísu sannlega sært yður, en hann hefði eigi gjört jiað, ef hans speki hefði sjeð annað betur henta, og hann hefur lofað yður, að halda hinum börn- um yðar hjá yður og vera yður til gleði og sóma. Hann gaf yður j>enna son, liann Ijet yður hafa af lionum yndi og sóma, hann hefur nú tekið hann aptur, tekið aptur þessa sina gjöf, þetta sitt lánarfje; átti hann það ekki frjálst? Og hann tók hann af því, að hann var of góður fyrir þenna heim, tók hann til þess, að gróðursetja hannáöðrum betri stað; er ekki gott að eiga sitt hjá guði? Ó! allt hvað guð gjörir er vel gjört, hans nafn sje vegsamað! En þetta segi eg einnig yður, sártsyrgjandi bróðir, sártsaknandi skólabræður hins framliðna. 5jer harmið ástríkan vin, bezta bróður, dj’ggan samfylgdarmann á lífsins leið, og yður virðist, sem einn liður sje brostinn í yðar bræðra-hring, Og svo er það líka, en yður til lærdóms, yður til alvarlegrar áminningar. j>angað, hvert hann fór, liggur líka yðar leið. 3?jer vitið eigi, hve langt þess muni að bíða, að þjer verðið þangað kvaddir. $jer hugsið nú, að þess muni enn langt að bíða. Einnig hann, sem hjer sefur sætt og rótt, gat hugsað hið sama. Hann var á bezta æfiskeiði, heill og hraustur, fjörmikill


Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.