loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
— tryggja samningsrétt launafólks án af- skipta ríkisvaldsins. — efla frumkvæöi í lista- og menningarlífi. — efla Ríkisútvarpiö, koma á landshlutaút- varpi í öllum fjóröungum og gefa félaga- samtökum kost á aö sjá um dagskrár. — draga stórlega úr miðstýringu i stjórnkerf- inu og auka valddreifingu meö því aö leysa pólitískt kjörnar stjórnir stofnana af hólmi og veita starfsmönnum og þeim sem málin snerta aukin áhrif. — efla sjálfstæöi skóla, auka áhrif foreldra, kennara og nemenda á mótun skólastefnu og stjórn skóla. — samfelldan skóladag barna, mötuneyti í alla skóla og aö öryggi barna sé tryggt í og úr skóla. — fjölbreytta tómstundaaðstöðu fyrir alla aldurshópa. — stórbæta og auka kynlífsfræðslu í skólum. — stuöla aö aðstoð viö þá unglinga sem eiga viö vanda aö stríöa vegna áfengis- eöa vímuefnaneyslu. Viö höfnum öllum hernaöarlausnum. Við viljum: — að ísland verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæöi. — að umferö kjarnorkuknúinna faratækja í lofti, á landi og láði veröi bönnuö. — engar frekari hernaöarframkvæmdir hér á landi. — aö öll hernaðarbandalög verði lögð niöur. — aö Norðurlöndin verði lýst kjarnorku- vopnalaust svæði. — aö losun geislavirks úrgangs og eiturefna í hafið veröi stranglega bönnuö. — aö íslendingar eigi frumkvæöi aö því að afvopnun hefjist og að bann veröi sett við öllum tilraunum, framleiöslu og dreifingu á kjarnorkuvopnum. — vinna aö því aö stórveldin heiti því að beita aldrei kjarnorkuvopnum aö fyrra bragði. — vinna aö friðaruppeldi. — styðja starf friðarhreyfinga sem vinna gegn kjarnorkuvopnum og vígbúnaðar- stefnu stórveldanna. — stuðla aö því aö Islendingar standi viö gef- in fyrirheit um aðstoð við fátækustu þjóðir heims. — sýna samstööu og styðja baráttu kvenna um allan heim fyrir lífi jaröarbarna, fyrir friði, frelsi og réttlátri skiptingu jarðar- gæöa. VIÐ VILJUM HUGARFARSBREYTINGU (Framh. af bls. 6) verandi ástand í þeim málum er óþolandi. Ég ætla hins vegar aö láta öðrum mér fróðari um að útlista þaö nánar, en nefna annað brýnt hagsmunamál kvenna, sem einnig og ekki síður er hagsmunamál karla og barna. Segjum íslenska yfirvinnuþjóðfélaginu stríö á hendur. Þaö virðist vera orðið lögmál á ís- landi að venjulegt fjölskyldufólk vinni myrkr- anna á milli og fjölskyldan hittist ekki nema endrum og eins. f nágrannalöndum okkar hefur eftir-, nætur- og helgidagavinna fyrir löngu verið afnumin. Það sýndi sig í yfirvinnubanninu hér á landi voriö 1978, aö vinnuafköst fólks jukust og voru svipuö á 8 tíma vinnudegi og áöur var meö samanlagðri dag- og eftirvinnu. Þaö er því vel hægt aö borga hærra kaup fyrir dag- vinnuna og draga úr gegndarlausri yfirvinnu. Yfirvinnan úti á vinnumarkaðinum lendir meira á herðum karla en kvenna, þar sem konur hafa jafnan sinnt börnum og búi í ríkara mæli en þeir. Hins vegar hljóta langar fjarvistir annars makans aö koma niður á allri fjölskyld- unni og því hagsmunamál allra aö þessari öfugþróun veröi snúið við og teknir upp sið- aðra manna hættir. Þaö er hægt, ef viljinn er fyrir hendi.“ 10 FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.