loading/hleð
(14) Blaðsíða 12 (14) Blaðsíða 12
Að störfum. Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Endurmat á störfum láglaunahópa — G. A. Samkvæmt könnun Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar 1981 voru konur 72% þeirra sem vinna ófaglærð störf á vinnumark- aði. En karlar eru í þessum lægstlaunaða hópi þjóðfélagsins aðeins 28%. Hvernig stendur á því að konur eru hér í yfirgnæfandi meirihluta? Hvers vegna lenda konur áfram og ævinlega í láglaunahópum þrátt fyrir end- urtekna launasamninga — og ég spyr: Hver gleymir þeim? Endurmat á störfum láglaunahópa — K. H. Það sem við þurfum að gera er að endur- meta láglaunastörfin, virða þau til hærri launa. Vandinn er ekki fyrst og fremst sá að þeir sem skipa láglaunahópana þurfa greiðari að- gang að þeim störfum sem gefa meiri tekjur í aðra hönd. Vandinn er fyrst og fremst sá að láglaunastörfin eru ekki virt að verðleikum. Þessi störf þarf að vinna, þau eru nauðsynleg. Vandinn er fyrst og fremst fólginn í því verð- mætamati sem lagt er til grundvallar þegar ákvörðuð eru laun fyrir hin ýmsu störf. Við þurfum nýtt verðmætamat. 12 Umr. utan dagskrár — K. H. (bónus) Lagfæring bónuskerfisins og helst afnám þess er eitt brýnasta verkefnið til leiðréttingar á kjörum kvenna á vinnumarkaðinum. Víst er um það að konur eru ákaflega þolin- móðar mannverur, langlundargeðið lygilega mikið. Þær hafa alltaf átt erfitt með að ná fram rétti sínum vegna ýmissa aðstæðna. Þær hafa að stórum hluta verið lokaðar inni á heimilum sínum, bundnar af umönnun, af hlutverki sínu, þjakaðar af þeim viðhorfum samfélagsins að einkenni hinnar góðu konu, eiginkonu, dóttur, móður, sé fórnfýsi og þolin- mæði, hlutverk hennar sé að þjóna öðrum, fórna sér í þágu annarra, umfram allt vera sú kjölfesta — vel að merkja ódýr kjöl- festa — sem heimilið, hornsteinn þjóðfélags- ins, hvílir á. Umr. utan dagskrár — G. A. (um tillögu SÞ um frystingu kjarnorkuvopna) En hafi manni einhverju sinni tekist að handsama hugsunina um afleiðingu kjarn- orkustyrjaldar, þá held ég að sá sem hefur FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.