loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
STEFNA KVENNALISTANS Kvennalistinn er fram kominn til þess að heyja kvenfrelsisbaráttu sem miðar að því að bæta stöðu kvenna og búa börnum betri framtíð. Þessum markmiðum viljum við ná með því að: Rekjum upp — byrjum aftur. — auka áhrif kvenna í samfélaginu svo að það gildi ekki lengur: ,,að þar sem konur eru þar eru völdin ekki, þar sem völdin eru þar eru konur ekki.“ — vekja umræðu um stöðu kvenna. — beita okkur fyrir bættum kjörum kvenna. — stuðla að því að viskuforði og reynsla kvenna verði nýtt í þágu betra þjóðfélags. — vinna að breyttum heimi þar sem konur karlar og börn standa jafnt að vígi, þar sem menning beggja kynja fær að njóta sín og kynferði hindrar engan í að sinna þeim störfum sem hugur stendur til. Við viljum: — samfélag þar sem virðing fyrir lífi og sam- ábyrgð sitja í fyrirrúmi. Samfélag þar sem menn lifa í sátt og jafnvægi við náttúruna, en ganga ekki endalaust á lífsgæðin án tillits til komandi kynslóða. — að þarfir manneskjunnar sitji í öndvegi við ákvarðanatöku í stað gróðahyggju, græðgi og stundarhagsmuna. — stefnu hinna mjúku gilda. — að börnin séu á ábyrgð okkar allra. Við viljum: — að störf kvenna verði endurmetin til launa og kjör þeirra stórbætt þannig að launa- jafnrétti ríki. — að starf og reynsla húsmæðra verði metin til launa er þær koma út á vinnumarkað- inn. — að konum gefist kostur á ókeypis mennt- un, fullorðinsfræðslu og endurmenntun til að auðvelda þeim að spjara sig á vinnu- markaðnum. — tryggja fullorðnum konum vinnu við hæfi. — draga fram í dagsljósið sögu og menningu kvenna og stuðla að skráningu og rann- sóknum á framlagi kvenna til mannlífsins. FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN 7


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.