(26) Blaðsíða 24
HANNES PÉTURSSON
- Er myndlistin nú, eins og stundum er látið í veðri
vaka, klofin í tvær ósættanlegar andstæður: hlutstæða
og óhlutstæða list?
- Sé skyggnzt undir yfirborðið, eru allar myndir óhlut-
stæðar, abstrakt, í eðli sínu, að mála er að abstrahera
viðfangsefni, og af þeim sökum er ekki um eðlis-
heldur stigsmun að ræða milli hlutstæðra og óhlut-
stæðra mynda. Og grunnfærnislegt er það tal manna,
að óhlutstæð list komi öll og einungis innan frá, það
sem kemur innan frá, hefur auðvitað fyrst komið utan
frá, ef við þægjum ekki öll áhrif utan frá, værum við
ekki neitt. Krakki sem sæti lokaður inni frá blautu
barnsbeini og fengi aldrei að sjá fólk eða mun dags og
nætur, hann yrði fáviti.
í málaralist skiptir engu hvort stuðzt er við fyrirmyndir í
umhverfinu eða ekki, listræn lausn viðfangsefnanna
ræður þar ein úrslitum. Eins er það algjört aukaatriði
hvaða fyrirmynda er leitað, þú getur málað slæma
mynd af fallegu landslagi, en góða mynd af ónýtum
kartöflum.
Kjarni málaralistarinnar er ávallt hinn sami, hvaða
aðferð sem valin er: samleikur lita og línu. Svo koma
fram ýmsar stefnur, ismar, en það er barnaskapur að
meta list einvörðungu með hliðsjón af þeim, segja að
einn isminn sé öðrum betri. Við skulum fletta þessari
listsögu sem liggur hér á borðinu. Þarna hefurðu
sýnishorn af ótal ismum liðinna tíma, hér er frans-
maður, þarna spánverji, hér gler frá Feneyjum, og svo
24
ÞRJÁR KVÖLDSTUNDIR MEÐ
SIGURÐI SIGURÐSSYNI
Blóm rétt við veginn
kemur hollendingur, sem sagt mjög ólíkar stíltegundir,
en maður horfir á allar þessar myndir með sömu vel-
þóknun, af því málararnir ná fram því sem er kjarninn í
allri sannri myndgerð. Og þeir eru ekki að herma eftir,
verk þeirra eru ekki eftirhermur fremur en góðar
landslagsmyndir nú á tímum, þótt svo sé fullyrt um þær
af vissum mönnum. Enginn málari sem ber skyn á list,
reynir - svo við tökum dæmi - að búa til fjall á léreftinu,
heldur túlkar hann hugmyndir sínar í gervi þess.
Eftirhermur yrðu aldrei annað en blóðlaus skuggi
tilverunnar sjálfrar, sem náttúrlega tekur öllu öðru
fram, því þegar á allt er litið erum við ekki eins
merkilegir og við höldum, eða kristnir menn halda, að
við séum króna sköpunarverksins. Þar er áreiðanlega
eitthvað málum blandið, við erum smákríli í alheimin-
um og ættum ekki að líta jafn stórt á okkur og við
gerum.
- Þú minntist á landslagsmyndir. Þá er ekki úrleiðis að
spyrja: Hvernig kemur ísland þér fyrir sjónir sem
málara?
- Sumir, líklega fyrir áhrif frá expressionismanum,
halda að ísland sé mjög litsterkt land. Það er það
hreint ekki, nema að haustlagi. Mikil litauðgi heyrir ekki
norðrinu til. í íslenzkri náttúru eru hins vegar mörg
litbrigði, en fínleg, alls konar blátónar og jarðlitatónar.
Eins er um fugla landsins, þeir eru ekki litsterkir, þeir
eru allir í jarðlitaskala. Hægt er að túlka landið í
sterkum litum og ná með því áhrifum, en það er önnur
saga og freistar mín ekki sérlega. Ég kýs heldur að ná
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Kápa
(46) Kápa
(47) Kvarði
(48) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Kápa
(46) Kápa
(47) Kvarði
(48) Litaspjald