loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
6 upp til gjaldþrotaskifta með svo miklar skuldir, að fullyrt er, að hjá því verði um 200000 — tvö hundruð þúsund — króna tekjuhalla að ræða. Sagt er að þetta stafi miklu fremur af ýmsum óhöppum heldur en illri stjórn, eins og valda mun um illa afkomu og ófarir sumra annara félaga. Mörg kaupfélög eru stór- skuldug og liggur við upplausn. Nú liggur sú spurn- ing næst: Hvort skulda þessi félög Landsbankanum, og ef svo er, þá hve mikið? Eða er Sambandið aðal- lánardrottinn þeirra með Landsbankann að bak- hjarli? þetta þarf alt að verða lýðum Ijóst. Dulrúnir þær, sem að þessu hafa verið ristar um Sambandið milli Lndsbankans og Sambands íslenzkra samvinnu- vinnufélaga, verða að ráðast. — Jafnframt þeirri ráðning hlyti og, betur en áður, að sjást sannir hagir Sambandsins, sem heita má þjóðarstofnun, þó ekki sé það ríkiseign eins og Landsbankinn. pá er að víkja að byggingum Landsbankans við Framnesveg. Hefðu þær, þó ekki séu miklar, vel mátt verða til þrifa fyrir bæinn. Eru þær þó alldýrar, en væri ekkert annað athugavert við sölu bankans á þeim, mætti það kallast lítill agnúi, en þar er nú dá- litlu öðru til að dreifa, og til þess að sjón verði sögu ríkari um það, hvað Landsbankinn hefir leyft sér gagnvart þeim, er n e y ð s t h a f a til að kaupa hús þessi, set eg hér orðréttan samning þann, er þessir vesalings menn hafa orðið að forskrifa sig undir, þó svo, að nöfnum er slept, svo og söluverði og greiðslu- skilmálum, er hvorugt kemur þessu máli beinlínis við og lengi má um deila. Samningurinn hljóðar þannig:


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.