(2) Blaðsíða [2]
Þab er engin furða þótt listamenn samtíðarinnar, víðsvegar um heim, hafi tek-
ið járnið í þjónustu sína og notfæri sér eiginleika þess og möguleika til list-
rænnar tjáningar.
Marmari, tré, steinn, eir, gifs og leir hafa ekki nægt fyrir listamenn tuttugustu
aldarinnar, sem glíma við hina hreinu myndbyggingu. 011 þessi fyrrnefndu
efni hafa eitt sameiginlegt, massann, sem hlvtur að hafa í för með sér talsverð-
ar takmarkanir fyrir þann, sem notar þau til listsköpunar.
Þegar járn er notað til byggingar listaverks, hefur það skiljanlega mjög óskylda
eiginleika, sem orsaka um leið nýja möguleika innan myndgerðar. Steinninn
fyllir rúmið og þungi hans hlýtur því að ráða miklu um formið. En járnið og
hinir hárfínu stálþræðir geta leikið í rúminu á léttan og viðkvæman hátt. Hin
þunna járnplata getur sýnt oss allt aðrar víddir heldur en hinn þungi ávali
massi.
Með því að notfæra sér þessa eiginleika málmsins hefur nútímalistamanninum
tekizt að beizla tómið, sem myndast millum hinna næfurþunnu og léttu forma
járnsins. Nýtt viðfangsefni hefur skapazt, ferskt og þrungið lífi.
Sá hreinleiki og það frelsi, sem verður til við notkun málmsins í listrænni tján-
ingu, er ómetanlegt tækifæri fyrir hinn frjóa og leitandi listamann.
VALTÝR PÉTURSSON