loading/hleð
(11) Blaðsíða 7 (11) Blaðsíða 7
I systur! nei, vér hörmum hana ekki, vér samfögnum lausn hennar, þeim sigri, sem hún hefur unnið, því betra hlutskipti, sem henni hefur hlotnazt; en með sárum söknuði tregutnvér allir, sem þekktumhenn- ar guðhrædda og elskulega hugarfar, viðskilnað henn- ar við oss, því oss lángaði til að samferðast henni lengri tíma, ef það hefði verið guðs vilji. Minníng hennar mun jafnan lifa í blessun, ekki einúngis í þessum húsum, sem hún kveður nú, held- ur og í hjörtum allra ástvina hennar, og allra, sem nokkuð þekktu hana. I guðhræðslu og grandvar- legleika, í hógværð og friði var framgánga hennar hér; nú er hún inngengin í sælunnar og friðarins eilífu heimkynni. þaðan sendir hún oss öllum sína friðarkveðju; innilegri þakklætiskveðju kveður Iiún þig, ástkæri bróðir! sem reyndist henni trúr og ó- þreytandi leiðtogi á samferð ykkar, sem barst með henni krossbyrði lífsins, sampíndist veikindum henn- ar, og hjúkraðir henni með viðkvæmri umliyggju í hennar lángvinnu og iðulegu sjúkdómum. Eg veit, að þitt blíða og trygga hjarta tregar sárt og inni- lega burtför þess tryggasta og ástkærasta vinar, sem drottinn. hefur gefið þér, hluttekníng allra við- staddra vina og vandamanna er vottur þess, að þitt sorgarefni er mikið. En eg veit líka, að kristileg trú hefur djúpt fest rætur í hjarta þínu; af því eg veit, að þú snemma liefur tamið þér að horfa til himins, til vors sanna föðurlands, þá veit eg líka, að frá hinum himnesku heimkynnum munilntggun- arinnar ljós leiptra niður í þitt harmþrúngna hjarta,


Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.