loading/hleð
(12) Blaðsíða 8 (12) Blaðsíða 8
8 og að þú munir finna hugsvölun hjarta þínu í þeirri huggun, sem kemur hérað ofan. |>ángað, til him- ins, þar sem þinn ástkæri maki er kominn í tölu annara ástvina, sem á undan henni voru farnir, rennir þú huga þínum á þessari stundu; þángað liggur einnig vor leið, þar munum vér innan lítils tíma sjá hana aptur, því ekki eru þessir fáu lífdagar, þó oss einatt flnnist þeir lángir og erfiðir, annað en lítill tími, sem liðinn er, áður en oss varir. — Yður, æru- verða, sártsyrgjandi ekkjufrúl kveður yðar heittelsk- aða dóttir ástar- og þakklætiskveðju; straung var yðar vegferð með henni á leið lífsins, en óþreyt- andi reyndist yðar móðurkærleiki að styðja hana og styrkja á hinni erflðu leið, allt frá vöggunni til graf- arinnar; þúngbært var yðar tilíinníngarsama móður- hjarta, að sjá einatt heittelskaða einkadóttur andvarpa þúngt undir krossbyrði þjánínganna, en léttbært var yðar þrekmikla móðurkærleika, að gleymayðar eigin þúngu byrði, til að létta undir þúnga yðar líðandi ástvinar. Hinum algóða hefur þóknazt, sártsyrgjandi ekkjufrú! að senda yður mikla reynslu; honum hef- ur þóknazt, að margreyna yður í lífsins skóla; lion- um hefur þóknazt enn á ný að særa yður nýju sári; en vissulega mun hann, sem er guð allrar huggun- ar, nú sem fyr með reynslunni senda sinn heilaga huggunaranda í yðar harmþrúngna hjarta; vissulega mun hann, sem er athvarf ekknanna, nú sem fyr, verða yðar athvarf; vissulega mun hann, sem híng- að til hefur verið yðar styrkur, ekki heldur nú láta yður bregðast sinn styrk; fyrir lians náð munuð þér


Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.