loading/hleð
(9) Blaðsíða 5 (9) Blaðsíða 5
verðu' móður líflð farsælt og ánægjulegt, því innileg- ar lilaut eg að elska þig og virða. Allt frá barn- æsku hafði þín lireina sál inndrukkið guðsóttann í liúsum guðhræddra foreldra; þar hafði þér snemma verið tamið að hafa umgengni þína við guð, þar hafði þér í æskunni verið innrætt, að hér á jörðu erum vér gestir og fcrðamenn, og að vort rétta föð- urland er á himnum. Já! vissulega þekktir þú af eigin lífsreynslu, þó þín jarðneska vegferð væri ekki laung, að hér erum vér gestir og ferðaménn, að vér hérájörðu höfum engan blífanlegan samastað; þess vegna leitaðir þú lika hér hins sanna föðurlands; þess vegna horfðir þú stöðuglegahér niðriupp tilhinna himnesku heimkynna; þess vegna varstu hérájörðu svo handgengin himninum. Nú hefur þú fundið hið varanlega heimkynni, sem frelsari þinn og vor allra hefur fyrirbúið þér í húsi föður síns; hann, sem þitt hreina hjarta hafði stöðuglega umgengni við, en sem þú hér að eins sást í ráðgátu, hann hefur þú nú séð augliti til auglitis; sælir eru hjartahreinir, þeir munu guð sjá! Eins og þú, mín ógleymanlega sæla systir! varst þegar hér á jörðu handgengin himnin- um, eins varstu líka liandgengin dauðanum. Einatt vitjaði dauðinn heimilis þíns, einatt var aðkoma hans fyrir þig sár og sviðamikil, þegar hann kippti úr faðmi þér þínum úngu ástvinum, sem drottinn hafði gefið þér, og dauðans beitti broddur særði um leið þitt viðkvæma móðurhjarta djúpum sárum. Einatt máttir þú sjálf reyna árásir dauðans, þegar hann vitjaði þín í þúngum sjúkdómum, og réðst á hina


Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/9405ffdb-3d93-4a58-9cbc-f9d91e81e684/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.