loading/hleð
(12) Blaðsíða 12 (12) Blaðsíða 12
12 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Margir hafa vafalaust tekið eftir veggmyndum af fjórum ungum stómaþegum, sem prýtt hafa líkamsræktarstaði, sundstaði og heilsugæslustöðvar vítt og breitt um landið. Á einni þeirra er mynd af ungri konu að lyfta stórum knetti. Hún er klædd einföldum leikfimisbuxum, en bersýnilega má greina stómapoka á kviðnum. Þetta er hún Klara Jenný Arnbjörnsdóttir, þriggja barna einstæð móðir og ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Á heimasíðu okkar er í stuttu máli fjallað um veikindi Klöru og hvernig henni hefur tekist að byggja sig upp líkamlega og andlega eftir stómaaðgerð. Okkur langaði að vita nánar hvenær hún hefði fyrst orðið vör við ristilbólgusjúkdóminn og hvers vegna hún hefði dregið svo lengi að leita læknis. Þegar ég var 16 ára var ég byrjuð að finna fyrir einkennum sjúkdómsins. Ég gat t.d. aldrei sofið á bakinu því mér var alltaf svo “illt í maganum” en þetta byrjaði með magakrömpum. Ég bjó á Akureyri á þessum tíma en fjölskyldan mín var flutt suður. Ég fór samt á sjúkrahúsið á Akureyri í magaspeglun til að sjá hvað væri að. Allt kom vel út, bara örlitlar magabólgur. Næst segir meltingarsérfræðingurinn við mig að ég þurfi að fara í ristilspeglun til að sjá hvort eitthvað sé að þar. Ég hélt nú ekki, ég var á leiðinni til Spánar og ætlaði sko ekki að leyfa einhverjum lækni að senda mig í ristilspeglun. Var alltof feimin við það enda bara unglingur á gelgjunni. Einkennin versnuðu svo með hverju ári, hægðirnar voru aldrei í lagi, þunnfljótandi og blóðugar. Fimm árum síðar varð ég að fara ca 12x á dag á klósett útaf niðurgangi og alltaf kom blóð með. Ég var á öðru ári í hjúkrun þarna og farin að átta mig á að þetta var alls ekki eðlilegt. Það var ekki fyrr en ég var í verknámi á lyfjadeildinni á Akureyri í febrúar 2008 sem ég missti kúlið ef svo má segja. Ég var hætt að geta sinnt skjólstæðingum mínum útaf akút klósettferðum. Ég man svo vel þegar ég læddist inná vaktina þar sem ég sá þennan sama meltingarsérfræðing sem magaspeglaði mig 5 árum áður, settist hjá honum og spurði um ráð. Sagðist vera með magakrampa alla daga og blóðugan niðurgang, jafnvel á næturna líka. Hann var fljótur að bregðast við, sendi mig strax í FINNST GAMAN AÐ FLJÖLBREYTI- LEIKANUM VIÐTAL VIÐ KLÖRU JENNÝ LJÓSMÓÐUR Var alltof feimin við það enda bara unglingur á gelgjunni
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.