loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 13 ristilspeglun þar sem komu í ljós miklar bólgur og samgróningar. Sýni voru tekin og ég fékk strax viðtal þar sem ég fékk að heyra, að líklegast væri um ristilsjúkdóm að ræða. Læknirinn segir mér að miðað við ástand ristilsins sé þetta búið að vera í gangi í a.m.k. 5 ár. Þetta var mikið sjokk fyrir mig og hringi ég strax í foreldra mína. Mesta áfallið var þó þegar niðurstöður úr sýnunum komu og sýndu að ég var komin með frumubreytingar í ristlinum líka, en þarna var ég greind með sáraristilbólgu eða Colitis ulcerosa. Sjúkdómsgreining og lyfjameðferð Hvernig var sjúkdómnum haldið niðri? Tveir meltingarsérfræðingar vildu senda mig í stómaaðgerð strax árið 2008 þegar ég greinist með sjúkdóminn. Minn meltingar­ sérfræðingur vildi þó bíða og sjá hvort lyfjagjöf myndi losa mig við bólgurnar og þá myndu frumubreytingarnar ganga til baka. Ég samþykkti það. Var sett á stera og ónæmisbælandi meðferð með Imurel í marga mánuði. Kláraði steraskammtinn sumarið eftir en nokkrum mánuðum seinna fæ ég mikinn kláða og kom í ljós að ég var komin með lifrarbólgu af völdum ónæmisbælandi lyfjanna. Við tók önnur lyfjameðferð á Pentasa sem ég einnig þoldi illa, fékk slæm útbrot og var orðin afmynduð í andlitinu og var því tekin af þeim eftir aðeins nokkrar vikur. Þriðja lyfið sem ég prufaði var Asacol, það virkaði ljómandi vel og var ég á því næstu árin. Ég breytti aldrei neinu í mínu mataræði, en ég fann að grillmat þoldi ég illa og hélt mig því frá honum að mestu. Þú greinist 2015 með primary sclerosing cholangitis. Hvers konar sjúkdómur er það? Geturðu lýst honum? PSC er langvinnur sjúkdómur í lifur sem felur í sér bólgumyndun í gallgöngunum sem sjá um að flytja gall til smáþarmanna. Sjúkdómurinn veldur bólgum í göngunum ásamt örvefsmyndun sem þrengir göngin með þeim alvarlegu afleiðingum að gallið safnast upp í lifrinni, skemmir lifrarfrumur og veldur skorpulifur og að lokum lifrarbilun. Eins eykst hættan á að ég fái krabbamein í lifur, gallblöðru og gallgöng. Engin meðferð er til við PSC nema lifrarígræðsla, en ekki er útilokað að fá sjúkdóminn aftur í nýju lifrina, en þó afar sjaldgæft. Ég ákvað eftir mikla umhugsun og lestur m.a. á World Health Organization síðunni að fara óhefðbundna leið og byrjaði í apríl árið 2018 að nota afurðir Hamp plöntunnar í formi CBD olíu sem er 100% án THC. Hefur það reynst mér mjög vel við kláðann, húðútbrotin og þreytuna sem fylgir PSC sjúkdómnum. Ári síðar eða 2016 greinistu með illkynja sepa og þá var aðgerð óumflýjanleg. Tengist þetta PSC einhvern veginn? Já, þetta tengist eflaust allt saman. Orsakir PSC eru ókunnar en – Klara, ljósmóðurne mi og íþróttaiðkandi „ÉG HEF UPPLIFAÐ MARGA PERSÓNULEGA SIGRA EFTIR AÐ ÉG FÉKK STÓMA.“ Stóma er ekki sjúkdómur heldur lausn á veikindum sem gefur einstaklingum tækifæri til að lifa góðu og heilbrigðu lífi. Með hjálp stómapoka eiga stómaþegar innihaldsríkt líf; stunda útivist, sund og aðra líkamsrækt. Stómapokar eru fullkomlega öruggir í vatni og við alla líkamlega áreynslu. Fólk með stóma er á öllum aldri og á það sameiginlegt að hafa gengist undir skurðaðgerð á ristli vegna veikinda eða slysfara. Allflestir lifa góðu lífi eftir aðgerð. Upplýstur almenningur getur stuðlað að betri lífsgæðum stómaþega. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stómasamtakanna: www.stoma.is. Ég breytti aldrei neinu í mínu mataræði
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.