loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 15 heilmikið. Á næstu árum kom svo einn og einn aðili til mín og tjáði sig um sjálfan sig eða ættingja sem væri með sama sjúkdóm og fannst mér gott að vita að ég var ekki ein. Sem verðandi hjúkrunarfræðingur fór ég að lesa mér mikið til um þetta ástand mitt. Fjölskyldan mín studdi mig gífurlega en það var erfitt að hafa þau svo langt í burtu, þau komu reglulega norður og við tvíburasysturnar hringdumst oft á dag. Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um aðgerð vísaði læknirinn minn á konu sem hafði farið í stómaaðgerð og ég fór og hitti hana. Það var mjög hjálplegt og var hún yndisleg, jákvæð og sýndi mér pokann sinn eins og ekkert væri eðlilegra. Þegar ég kom svo suður í aðgerð kom önnur yndisleg kona til mín á vegum Stómasamtakanna og spjallaði við mig þar sem ég lá á Land­ spítalanum eftir aðgerð. Ég á öllu þessu fólki svo margt að þakka. Eftir að ég flutti suður tæpu ári eftir aðgerðina mína fór ég að taka virkari þátt í Stómasamtökunum og kynntist þar fullt af hressu og dásamlegu fólki. Þar er Ungliðahreyfingin til staðar fyrir ungt fólk með stóma og alls konar hittingar planaðir og mikið hlegið. Að velja á milli garnastóma og J-poka Þú tekur þá ákvörðun að vera með garnastóma í stað garnapoka eða J­poka. Hvers vegna? Þegar ég fór í viðtalið hjá skurðlækninum var margt sem kom mér í opna skjöldu varðandi J­pokann. Ég var aðeins búin að lesa mér til og leist vel á aðgerðina. Var meira á því að fara í J­poka en stómaaðgerðina. En það var margt sem ég vissi ekki sem upp kom í viðtalinu, t.d. það að þurfa fá tímabundið stóma í ca hálft ár, að eiga á hættu að fá endurteknar sýkingar, fistla, sár við endaþarm vegna þess hversu súr úrgangurinn væri eftir að ristillinn væri farinn, tíðar klósettferðir þar sem J­pokinn er ekki eins stór og ristill og getur því ekki geymt eins mikið innihald. Það sem sló mig mest var að ekki var hægt að segja með vissu að þetta væri framtíðarlausn þar sem mögulega þyrfti ég að fá varanlegt stóma eftir 10 ár eða meira. Eins var líklegt að ég gæti ekki fengið nýja lifur með J­poka og þyrfti því e.t.v. að fara í aðgerð til að fá varanlegt stóma áður en ég fengi nýja lifur en lifrarígræðslan yrði framkvæmd erlendis. Skurðlæknirinn taldi mig heilsuhrausta konu sem ætti vel að geta tekist á við þá fylgikvilla sem mögulega kæmu upp í kjölfar aðgerðarinnar. Ég gat ekki hugsað mér fleiri spítalaferðir vegna sýkinga eða mögulegra fylgikvilla. Ég vissi að stóma væri varanleg lausn, litlir sem engir fylgikvillar og hafði talað við nokkra stómaþega sem sögðust hafa eignast nýtt líf eftir aðgerðina. Ég settist útí bíl og brast í grát. Þetta var ein erfiðasta ákvörðun sem ég hefi þurft að taka, en ég ákvað að velja það sem ég taldi mér og börnunum fyrir bestu. Ég hringdi í lækninn nokkrum dögum fyrir aðgerð og sagði henni þá að ég veldi stómaaðgerðina. Hún virtist pínu hissa í símanum, en ég sé ekki eftir því. Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með stómað núna þremur árum eftir aðgerð og er heilsuhraustari en nokkru sinni fyrr. Það að hafa aldrei þurft að fara á spítalann eftir aðgerðina er yndislegt og lífsgæði mín hafa batnað til muna. Nýt þess að fara í fjallgöngur og hjóla Þú stundar líkamsrækt reglulega geri ég ráð fyrir? Já ég er mjög dugleg að hreyfa mig en þá helst bara líkamsrækt og útivera, hlaup og þess háttar. Ég hef prufað ýmislegt enda finnst mér gaman að fjölbreytileikanum. Var í Bootcamp, Crossfit og keppti í 5x5 þrekmótaröðinni í Vestmannaeyjum einu sinni, en í dag finnst mér skemmtilegast að mæta í World Class og ýmist mæti í tíma eða lyfti sjálf. Þess á milli nýt ég þess að fara í göngutúra, fjallgöngur, útihlaup eða hjóla. Hvernig hefur gengið að aðlagast breyttri líkamsímynd? Fyrsta árið var erfitt. Ég man að mér var sagt að það væri eðlilegt að fá bakslag sem kæmi oft upp nokkrum mánuðum eftir aðgerð. Og ég hélt virkilega að ég myndi sko alls ekkert fá bakslag, ég trúði því varla hversu auðvelt það var að „fela“ pokann og var sátt með mína ákvörðun. Þó kom að því að bakslagið velti mér um koll. Ég varð rosalega niðurdregin, þung andlega, missti alla mína jákvæðni og bjartsýni. Upplifði vandamál allsstaðar í kringum mig, í hjónabandinu, vinnunni osfrv. Mér hafði aldrei á ævinni liðið svona enda alltaf algjör Pollýana. Ég endaði á því að leita til þriggja mismunandi sálfræðinga og fann loks þessa dásamlegu konu uppí sveit sem bjargaði geðheilsu minni. Ég vann mig út úr þessari niðursveiflu hægt og rólega, flutti suður nær fjölskyldu minni og byggði sjálftraustið upp á nýtt. Í dag gæti ég ekki verið sáttari með pokann minn, þó það komi að sjálfsögðu dagar þar sem hann pirrar mig. Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu og ég finn aldrei fyrir eftirsjá, einungis þakklæti er efst í huga mér. Þakklæti er efst í huga mér Lífsgæði mín hafa batnað til muna Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.