loading/hleð
(17) Blaðsíða 17 (17) Blaðsíða 17
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 17 séð um hluta af skiptingunum, en ég hef komið fyrir speglum á baðinu til að geta einnig séð um skiptingar. Ég var dálítið órólegur með þetta fyrst, en róaðist þegar þetta var skýrt vel fyrir okkur. Maður þurfti auðvitað að venjast þessu og muna að tæma pokann reglulega en þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur einu sinni komið fyrir slys þegar ég var nýkominn af spítalanum, en maður lærir af reynslunni. Félagar mínir verða lítið varir við að ég sé með stóma og það kemur fyrir að þegar ég þarf að fara heim í pokaskipti, eru þeir búnir að gleyma þessu: „Já, alveg rétt, þú ert með stóma. Við vorum búnir að gleyma því,“ segja þeir. Og stundum gleymi ég því sjálfur. Ég er giftur og tveggja barna faðir og þar sem blöðruhálskirtillinn var fjarlægður hefur það áhrif á ástarlíf okkar hjónanna. Læknirinn byrjaði á því að segja mér, að ég kæmi ekki til með að hafa kynlíf með konunni framar. Fyrst fannst mér það erfið tilhugsun og vorkenndi mér dálítið þessa fyrstu daga. En þetta er allt í lagi. Maður er orðinn sjötugur og so what! Þetta er betra en að vera ofan í gröf einhvers staðar. Löngunin er þarna í hausnum á mér einhvers staðar, en við konan höfum bara tekið þessu sem hluta af lífinu og okkur líður vel. Ég nýt lífsins og ætla að gera það áfram. Tollararnir stoppa mig alltaf Við hjónin dveljum í þrjá mánuði á ári á Spáni og höfum ferðast töluvert um Evrópu. Á ferðalögum hefur maður lent í vandræðum hjá tollayfirvöldum vegna efna sem ég þarf að hafa í handfarangri. Ég ferðast til dæmis með eldfiman vökva sem ég nota til að hreinsa límið sem pokinn er festur með. Þetta er verðmæt vara fyrir mig sem má ekki týnast. Og tollararnir stoppa mig alltaf. En eftir að ég fékk kort hjá Krabbameinsfélaginu sem skýrir málið, þá hef ég sloppið. Ég er ánægður með stuðning Ráðgjafarþjónustu Krabba­ meinsfélagsins þar sem ég fékk kortið góða. Í þau skipti sem ég hef komið þangað hafa stelpurnar sest niður með mér á lokaðri skrifstofu til að spjalla um þetta og mér finnst það gott. Svo finnst mér líka gott að hitta fólkið í Stómasamtökunum á fundum sem eru einu sinni í mánuði. Í fjölskyldu minni eru nokkur tilfelli um krabbamein. Systir mín og faðir minn fengu bæði krabbamein í maga. Eldri bróðir minn lést úr krabbameini í blöðruhálskirtli og móðir mín fékk ristilkrabba á efri árum en þurfti þó ekki stóma. Jákvæðni skiptir máli Sjúkdómurinn hefur leitt til þess að ég met lífið á annan hátt og þakka fyrir að vera á lífi. Ég ráðlegg öllum að fara í þær skoðanir sem í boði eru. Númer eitt, tvö og þrjú er að fara í rannsóknir. Sérstaklega þegar maður er kominn yfir fertugt, jafnvel yngri ef það er fjölskyldu­ saga. Ég bara ráðlegg öllum að gera það. Það er ekki langt síðan ég hætti að vinna og var satt að segja dálítið hræddur við aðgerðarleysi. En sá ótti var ástæðulaus. Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni. Ég safna frímerkjum og dunda við það tvo klukkutíma á dag. Fer svo út að labba 2­3 kílómetra. Á föstudögum kíki ég á barinn og tala við strákana. Passa auðvitað að blaðran fyllist ekki. Jákvæðni skiptir miklu máli. Já og að láta ekkert hindra sig. Þá er lífið bara yndislegt. Maður er orðinn sjötugur og so what! Ég ráðlegg öllum að fara í þær skoðanir sem í boði eru 1980 – 1981 Ólafur R. Dýrmundsson 1981 – 1983 Kristinn Helgason 1983 – 1985 Örn Agnarsson 1985 – 1989 Kristinn Helgason 1989 – 1991 Örn Agnarsson 1991 – 1993 Einar Þ. Mathiesen 1993 – 1995 Ólafur R. Dýrmundsson 1995 – 1997 Örn Agnarsson 1997 – 2003 Sigurður Jón Ólafsson 2003 – 2007 Kristján Freyr Helgason 2007 - Jón Þorkelsson FORMENN STÓMA- SAMTAKA ÍSLANDS
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.