loading/hleð
(20) Blaðsíða 20 (20) Blaðsíða 20
20 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Í upphafi greinarinnar verður gerð stutt samantekt á fjölda stómaaðgerða á Íslandi síðustu ár og orsökum þeirra aðgerða. Síðan tekur við yfirlit um stómakviðslit (parastomal hernia), sem er einn algengasti langtímafylgikvilli þess að fá stóma. Brottnám á endaþarmi Á Landspítala á árunum 2015 til 2020 fóru 33 sjúklingar í fremra brottnám á endaþarmi með tengingu milli ristils og endaþarms (low anterior resection of rectum) vegna krabbameins í endaþarmi, þar sem auk þess var lagt út verndandi stóma. Í flestum tilvikum (n=24) var lagt út verndandi garnastóma (ileostomy) en í átta tilvikum var um að ræða verndandi ristilstóma (colostomy). Hér voru karlar (n=24) mun fleiri en konur (n=8) og meðalaldur alls hópsins 62 ár (bil=40­93). Flestar að­ gerðirnar voru framkvæmdar með aðstoð kviðsjár (laparoscopy) (n=22) en í ellefu tilfellum voru aðgerðir framkvæmdar með opinni tækni. Brottnám á endaþarmi gegnum kvið og sitjanda (abdominoperineal resection of rectum) með enda ristilstóma var framkvæmt vegna krabbameins í endaþarmi eða bólgusjúkdóms hjá 55 einstaklingum. Meðalaldur þeirra sem voru með krabbamein var 64 ár (bil=37­84) en ein­ staklingar með bólgusjúkdóm höfðu lægri meðalaldur eða 36 ár (bil=23­51). Brottnám á hluta ristils með enda ristilstóma (colon resection a.m. Hartmanns) var framkvæmt hjá 9 einstaklingum með krabbamein í endaþarmi. Meðalaldur þessa hóps var 65 ár (bil=54­77). Hjá fjórum einstak­ lingum með krabbamein var í fyrstu aðgerð ekki unnt að fjarlægja krabbameinið og einvörðungu lagt út stóma, garnastóma eða ristilstóma. Meðalaldur þessa hóps var 61 ár (bil=43­66). Tuttugu og fjórir einstaklingar fóru í brottnám á ristli með enda garnastóma (colectomy og ileostomy) á tímabilinu. Meirihluti þessara sjúklinga voru með bólgusjúkdóma (Colitis ulcerosa og Crohns) eða 18 en í sex tilfellum voru ástæðurnar krabbamein eða rof á ristli. Í fyrri hópnum var meðalaldur sjúklinga 40 ár (bil=18­75) en þeim síðari 61 ár (bil=45­92). Kynjaskipting var nokkuð jöfn (konur 10 og karlar 14). Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar með aðstoð kviðsjár (n=17) en aðrar opið. Brottnám á bæði ristli og endaþarmi með enda garnastóma (proctocolectomy og ileostomy) var aðeins framkvæmt hjá 7 einstaklingum. Í öllum tilvikum var um bólgusjúkdóm í ristli og endaþarmi að ræða. Um var að ræða tvær konur og fimm karla og meðalaldur þeirra 55 ár (bil 22­64). Í fjórum tilvikum var aðgerðin framkvæmd með aðstoð kviðsjár en aðrar framkvæmdar opið. Kviðslit við stóma Einn af fylgikvillum þess að fá stóma er kviðslit. Á umræddu tímabili eða frá árunum 2015 til 2020 voru framkvæmdar 12 aðgerðir vegna kviðslits við stóma (ristilstóma=7, þvagstóma=1 og garnastóma=4). Sjö þessara viðgerða var gerð með saumum en í fimm tilfellum var lagt net umhverfis stómað til styrkingar. Aðrir fylgikvillar stóma eru t.d. drep í stóma, sár kringum stóma, framfall (prolapse) og þrenging á stómaopi. Kviðslit við stómaop (parastomal hernia) er einn algengasti fylgikvilli þess að hafa stóma (Mynd 1). Erfitt er að vita með vissu hversu margir fá kviðslit við stóma, en talið er að einu ári eftir að stóma var lagt þá eru um 30% einstaklinga með kviðslit og eftir nokkur ár er meira en helmingur allra kominn með kviðslit. Slík kviðslit eru sjaldnast hættuleg en geta valdið óþægindum, fyrirferð, verkjum og leka. Erfitt getur reynst að laga slík kviðslit og er forvörn, þ.e. að reyna að koma í veg fyrir kviðslit, oft besta meðferðin. Hættan á að fá kviðslit er meiri m.a. hjá þeim sem reykja, eru í ofþyngd, eru á ónæmisbælandi lyfjum, t.d. sterum, og hjá konum. STÓMAAÐGERÐIR Á ÍSLANDI OG STÓMAKVIÐSLIT PÁLL HELGI MÖLLER YFIRLÆKNIR Á KVIÐARHOLS- OG BRJÓSTASKURÐDEILD LANDSPÍTALANS ELSA BJÖRK VALSDÓTTIR RISTILSKURÐLÆKNIR JÓRUNN ATLADÓTTIR RISTILSKURÐLÆKNIR Jórunn Atladóttir er ristilskurðlæknir og teymisstjóri á neðra kviðarholsteymi Landspítalans, Elsa Björk Valsdóttir er ristilskurðlæknir á Landspítala og lektor við læknadeild HÍ og Páll Helgi Möller er yfirlæknir á kviðarhols- og brjóstaskurðdeild Landspítalans og prófessor við læknadeild HÍ.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.