loading/hleð
(23) Blaðsíða 23 (23) Blaðsíða 23
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 23 stofnun í þarmasjúkdómum (Bowel Disease Research Foundation) í Bretlandi og það er til að skoða upplifun sjúklinga af meðgöngu eftir stómaaðgerð. Hver er algengasta spurningin sem þú færð þegar þú ert að flytja erindi? Klárlega af hverju ég fór í mína fyrstu viðgerð á kviðsliti við stóma og svarið mitt er alltaf að ég man það ekki. Það var árið 2007! Fólk hefur líka mikinn áhuga á að vita af hverju ég fór svo í fleiri aðgerðir, alls sex, og hvort ég sjái eftir því eftir alla fylgikvillana sem ég hef gengið í gegnum. Finnst þér mikilvægt að sjúklingar taki virkan þátt í ákvarðanatöku um meðferð sína yfirleitt og þá sérstaklega meðferð á kviðsliti við stóma? Ef svo er, af hverju? Það er gríðarlega mikilvægt. Sameiginleg ákvarðanataka er svo mikilvæg og ég held persónulega jafnvel ennþá mikilvægari þegar kemur að því að meðhöndla kviðslit við stóma. Sjúklingum finnst oft að þegar skurðlæknir vill ekki gera aðgerð að hann/hún skilji ekki hvernig sé að búa við slíkt, en gera sér ekki grein fyrir að stundum er aðgerð versta ákvörðunin. Ég er þess fullviss að sjúklingar þurfi að fá allar staðreyndir og upplýsingar svo þeir geti svo farið og kynnt sér málin á eigin forsendum og eftir það átt betra samtal, svo hægt sé að taka sameiginlega ákvörðun. Hvernig geta sjúklingar undiðbúið sig til að vera virkari þátttakendur í sinni meðferð? Fyrsta skrefið er að átta sig á að þeir hafi rétt á að taka virkan þátt. Þeir dagar eru löngu liðnir þegar læknirinn vissi alltaf best og sjúklingar gerðu bara það sem þeim var sagt. Við getum í dag verið jafnir aðilar í þessum ákvörðunum og þetta er stór breyting á hugarfari fyrir marga. Sjúklingar geta líka nýtt sér samfélagsmiðla til að uppgötva meira um hvað er að gerast í rannsóknum. Það er mikill fjöldi heilbrigisstarfsmanna á Twitter og margir eru mjög opnir fyrir því að hjálpa sjúklingum að skilja sitt ástand betur. Hvernig geta skurðlæknar hvatt sjúklinga til að vera virkari þátttakendur? Með því að viðurkenna að sameiginleg ákvarðanataka á rétt á sér og að eiga opið og hreinskilið samtal við sjúklingana sína. Skurðlæknar þurfa líka að tryggja að þau gefi sjúklingum svigrúm til að spyrja spurninga og ég veit að það er ekki alltaf auðvelt þegar tíminn er af skornum skammti. Ég held líka að sumir skurðlæknar þurfi að hugsa meira um persónuna en ekki bara sjúklinginn. Þetta snýst ekki bara um að laga vandamál, þetta snýst um hvernig vandamálið hefur áhrif á lífsgæði sjúklingsins og hvað hægt er að gera til að bæta þau. Hvort sem það er aðgerð eða ekki. Ert þú með einhver skilaboð til lesenda sem eru með kviðslit við stóma? Ekki enda á aðgerðahringekjunni eins og ég. Gerðu allt sem þú getur til að koma í veg fyrir að kviðslitið þitt versni. Gerðu æfingar til að styrkja búkinn og notaðu stuðningsfatnað. Ef þú vilt ræða við skurðlækninn þinn um meðferð vertu viss um að þú skiljir hvaða árangurs er raunhæft að vænta og spurðu líka um árangur þíns læknis. Talaðu við aðra sem hafa farið í aðgerð og líka þá sem hafa valið að bíða og sjá. Það að taka ákvörðun um að fara í aðgerð vegna kviðslits við stóma er jafnstór og ákvörðunin um að fá stóma í upphafi, þ.e. taktu þér þinn tíma og ekki gera neitt í flýti. Sameiginleg ákvarðanataka er svo mikilvæg Það að taka ákvörðun um að fara í aðgerð vegna kviðslits við stóma er jafnstór og ákvörðunin um að fá stóma í upphafi, þ.e. taktu þér þinn tíma og ekki gera neitt í flýti. Gerðu æfingar til að styrkja búkinn og notaðu stuðnings fatnað Þeir dagar eru löngu liðnir þegar læknirinn vissi alltaf best og sjúklingar gerðu bara það sem þeim var sagt
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.