loading/hleð
(24) Blaðsíða 24 (24) Blaðsíða 24
24 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Ég heiti Rósa Björg og er 52 ára. Ég er íþróttakennari og heilsunuddari. Haustið 2009 greinist ég með krabbamein í ristli og endaþarmi, sem var einnig komið í legháls og eitla. Þarna gerði ég mér mér grein fyrir því, að ég væri að fara að takast á við verulega erfitt verkefni og líklega það erfiðasta sem mér yrði úthlutað í þessu líf. Við tóku lyfjagjafir og geislameðferð sem tók mikið á, bæði andlega og líkamlega. Gott að kynnast Stómasamtökunum fyrir aðgerð Tryggvi Björn Stefánsson, skurðlæknirinn minn, benti mér á að það gæti verið gagnlegt fyrir mig að fara á fund hjá Stómasamtökunum. Það gerði ég. Það var mjög gott að komast í kynni við þennan félagsskap á þessum tíma. Bæði að kynnast öðrum og einnig að hafa þennan tíma til að melta þessa hugsun um að fá stóma. Þann 1. desember 2009 fór ég í tæplega 9 klst. aðgerð. Í þeirri aðgerð fékk ég ristilstóma. Á þessum tímapunkti fór lífið á hvolf. Ekki nóg með að vera að berjast fyrir lífinu, en líka á sama tíma að læra að lifa með stóma. Hljóð, lykt og að skipta á græjum ­ þetta var allt nýtt. Það tók sinn tíma að læra að lifa með stóma. Kannski venst þetta aldrei, en maður lærir að lifa með því. Frá 2010 fer ég í áframhaldandi lyfjagjafir. Síðan þá hef ég farið í nokkrar aðgerðir til að hjálpa mér að öðlast betri lífsgæði. Að greinast með svona vágest er barátta og maður verður að velja á milli þess að klæða sig í bardagagallann sinn eða pakka saman. Líf með stóma getur stundum verið mjög snúið. Ég get t.d. ekki nýtt mér almenningssalerni, því ég verð að hafa vask inni hjá mér. Því þarf ég og aðrir stómaþegar mjög oft að nota klósett merkt fötluðum. Það sést reyndar ekki utan á okkur og því miður lendi ég oft í þeim aðstæðum, að fólk hreinlega hraunar yfir mig vegna þessa og hikar ekki við að sýna manni dónaskap. Og ég verð að viðurkenna, að oft veigra ég mér við að fara í þessar aðstæður. Í seinni tíð er ég farin að benda fólki á, að öll fötlun sé ekki sýnileg. Lít samt ekki á það sem fötlun að vera með stóma. EF ÉG ER EKKI SÝNILEG BREYTAST HLUTIRNIR ALDREI RÓSA BJÖRG KARLSDÓTTIR, ÍÞRÓTTAKENNARI OG HEILSUNUDDARI Sjá einnig viðtal við Rósu Björgu á mbl.is frá 2015: mbl.is/frettir/innlent/2015/10/03/ekki_fallegt_krabbamein Það tók sinn tíma að læra að lifa með stóma Því fleiri sem eru sýnilegri því meiri þekking og skilningur
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.