loading/hleð
(28) Blaðsíða 28 (28) Blaðsíða 28
28 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Stómasamtök Íslands eru landssamtök og þess vegna hlýtur það að vera þeim sem eru í forsvari fyrir þau stöðugt umhugsunarefni hvernig starf samtakanna nær til sem flestra félagsmanna á sem flestum stöðum á landinu. Mörg undan­ farin ár hefur verið viðleitni í þessa átt meðal stómaþega á Akureyri og nágrannabyggðum, með góðum stuðningi stjórnar Stómasamtakanna. Svæðið sem þessi viðleitni nær til er ekki skýrt afmarkað en í stórum dráttum nær það frá Húsavík vestur á Sauðárkrók. Einnig höfum við verið í sambandi við stómaþega á Egilsstöðum. Stuðningur frá KAON Á þessu svæði eru nú 45 félagar í Stómasamtökunum, þannig að það er til nokkurs að vinna að ná til alls þess hóps. Síðustu 20 ár eða svo hafa þau Jónína Sverrisdóttir og Rúnar Sigþórsson verið í forsvari fyrir þessari starfsemi með dyggum stuðningi frá ýmsum félögum sínum á Akureyri. Þá hefur starfsemin ekki síður notið stuðnings og velvildar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON) en dyr þess standa hópnum ævinlega opnar til fundahalda. Þau Jónína og Rúnar hafa langa reynslu af starfi Stómasamtakanna; Jónína er búin að vera félagi síðan 1990 og Rúnar síðan 2001. Lengst af síðustu 20 árum hefur annað hvort þeirra – og stundum þau bæði – verið í varastjórn Stómasamtakanna, þótt hvorugt þeirra minnist þess raunar að hafa þurft að sitja fund. Kynningar- og fræðslufundir Fundir hafa lengst af verið burðarásinn í starfi Akureyr ar­ afleggjarans en einnig opin hús, til dæmis í tilefni af merkis afmælum Stóma samtakanna. Við vorum til dæmis ákaflega stolt af aðsókn að opnu húsi í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna fyrir tíu árum síðan en þá kom 22 gestir. Fundina höfum við reynt að hafa tvo á ári og flest árin hefur það tekist. Algengustu fundarefnin eru kynningar á nýjungum og framförum í gerð stómavara og þjónustu við stómaþega og fréttir af félagsstarfinu. Tíðustu gestir á þessum fundum undanfarin ár hafa því líklega verið Geirþrúður Pálsdóttir deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma og Jón Þorkelsson formaður Stómasamtakanna. Það er ævinlega gott að fá þau í heimsókn með fréttir af vöruþróun og félagsstarfi og síðast en ekki síst gott með kaffinu. Ekki má heldur gleyma fræðsluerindum sem við höfum fengið, svo sem um hreyfingu stómaþega, rannsóknir á lífsgæðum þeirra og um mataræði og næringu. Loks má geta þess að sjálfsprottinn hópur kvenna hittist við og við í kaffispjalli til að njóta samveru og heldur saman í gegnum Facebook­síðu þar sem skiptast má á ráðum og reynslu. Heimsóknarþjónusta Heimsóknarþjónusta til þeirra sem eru í þann veginn að fá stóma eða nýbúnir að því er mikilvægur þáttur í starfi Stómasamtakanna. Lang oftast kemur beiðni til okkar um AKUREYRARAFLEGGJARI STÓMASAMTAKANNA JÓNÍNA SVERRISDÓTTIR RÚNAR SIGÞÓRSSON
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 28
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.