loading/hleð
(29) Blaðsíða 29 (29) Blaðsíða 29
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 29 heimsókn frá Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) en stöku sinnum beint vegna þess að „maður þekkir mann“. Á SAk starfa tveir hjúkrunarfræðingar sem veita þeim sem þurfa að fá stóma fræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir og eftir aðgerð og þeim er einnig boðið að nýta sér heimsóknar­ þjónustu Stómasamtakanna. Fræðsla og undirbúningur fyrir aðgerð er í samstarfi við skurð­ lækna og eftir aðgerð fylgja hjúkrunarfræðingarnir stóma­ þegunum eftir, kenna þeim umhirðu stóma og leiðbeina um stómavörur og fyrstu vöruinnkaup. Eftirfylgd felst í símtali um viku eftir útskrift og síðan eftir samkomulagi. Einnig er starfandi móttaka stómaþega á SAk sem opnuð var haustið 2010. Hún er opin einu sinni í mánuði og þangað geta þeir leitað sem þurfa á þjónustu að halda. Opnun þessarar móttöku var mikið framfaraskref í þjónustu við stómaþega. Lækjarbakki við fjallalæk Satt best að segja finnst okkur að fleiri mættu nýta þessa heimsóknarþjónustu, því aldrei höfum við orðið annars vör en að hún sé gagnleg. Við sem skrifum þennan pistil höfum hitt margs konar fólk og á ýmsum aldri í þessum heimsóknum; við höfum hitt bændur, sjómenn og iðnaðarmenn í blóma lífsins sem stunda líkamlega erfiðisvinnu og velta því fyrir sér hvort þeir geti haldið því áfram með stóma. Við höfum hitt fólk sem veltir fyrir sér hvort það geti haldið áfram að sinna áhugamálum sem krefjast hreyfingar, líkamlegrar áreynslu eða ferðalaga, hvort það geti eignast börn eða lifað eðlilegu kynlífi með maka sínum. Við höfum líka hitt ungt fólk sem veltir því fyrir sér hvort það sé yfirleitt þess virði að lifa lífinu eftir slíka aðgerð. Samnefnari fyrir tilfinningar þessa fólks er líklega óvissa og kvíði sem oftast stafar af skorti á upplýsingum og reynslu frá fyrstu hendi þeirra sem búa yfir henni. Það sem okkur hefur reynst best er að vísa til eigin reynslu af því að lifa eðlilegu lífi; af útivist, ferðalögum, fjölskyldulífi og vinnu. Rúnar hefur getað sagt þeim sem hyggja á útivist að lækjarbakki við fjallalæk sé ekki verri staður en hver annar til að skipta um stómapokann í tjaldferðalagi um óbyggðir og að hann þurfi bara að útskýra einu sinni fyrir göngufélögunum af hverju hann verður stundum eftir á bak við stein eða undir barði þegar haldið er af stað úr hvíldar­ eða nestisstoppi. Það er líka ómetanlegt að geta vísað í undirsíðuna á vef Stómasamtakanna um innihaldsríkt líf þar sem eru vitnisburðir stómaþega um hvernig þeir lifa slíku lífi. Fundum verði streymt Á afmælum er vissulega gaman að líta um öxl og segja afrekssögur af sjálfum sér og öðrum en það er ekki síður mikilvægt að horfa fram á veginn. Stærsta viðfangsefnið sem við í Akureyrarafleggjaranum stöndum frammi fyrir er hvernig við getum látið þennan afleggjara vaxa og dafna. Það stendur auðvitað mest upp á okkur sjálf sem búum á svæðinu að reyna að fylkja liðinu með því að efna til fleiri viðburða og skemmtana, til dæmis jólahlaðborðs eins og gert er í höfuðstöðvunum „fyrir sunnan“. Aðra hugmynd skal einnig viðra hér en hún er sú að fræðsluerindum og námskeiðum sem haldin eru á vegum Stómasamtakanna í Reykjavík verði undantekningalaust og sjálfkrafa streymt þannig að félagar um allt land geti notið þeirra jafnt, annað hvort einir síns liðs eða með því að koma saman. Það myndu til dæmis stómaþegar á Akureyri og nágrenni geta gert í húsnæði KAON sem alltaf stendur þeim opið eins og þegar hefur komið fram. Það þarf ekki lengur nein geimvísindi til að streyma efni; hafi þetta ekki verið ljóst áður hefur Covid­plágan margnefnda, sem gengið hefur yfir okkur, opnað augu manna rækilega fyrir því. Boðun á félagsfundi í Akureyrar­ afleggjaranum getur einnig verið flókin, ef ekki hittist svo á að hægt sé að auglýsa þá í Fréttabréfi Stómasamtakanna. Vefurinn er vissulega góður til síns brúks en ekki sem verkfæri til að boða fundi. Til þess þarf netfangalista þar sem hægt er að boða fundi með einum pósti til allra eða með smáskilaboðum í farsíma. Með þetta að leiðarljósi mun afleggjarinn blómstra ekki síður en móðurplantan. Það sem okkur hefur reynst best er að vísa til eigin reynslu af því að lifa eðlilegu lífi; af útivist, ferðalögum, fjölskyldulífi og vinnu. Fræðsluerindum og námskeiðum verði undantekningalaust streymt þannig að stómaþegar um allt land geti notið þeirra jafnt Óvissa og kvíði stafar oftast af skorti á upplýsingum
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 29
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.