loading/hleð
(31) Blaðsíða 31 (31) Blaðsíða 31
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 31 Margir stómaþegar kannast ágæta vel við Oddfríði Jónsdóttur, sem í áratugi vann sem stóma hjúkrunar fræðingur hjá Landspítalanum. Hún hefur hætt störfum hjá Land spítalanum, en hóf störf hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins um mánaðamótin október/nóvember 2019. Við spurðum Oddfríði hvenær hún hafi hafið nám í hjúkrunarfræði og hvers vegna hún hefði lagt fyrir sig stómahjúkrun sérstaklega. Ég hóf nám í hjúkrun við Háskóla Íslands 1981 og lauk því 1985. Vann á hand lækninga deild 12­A á Landspítalanum sumarið 1984 og á vökudeild frá júní 1985 til ágúst 1986. Fór þá aftur á 12­A og var þar fram í janúar 1989. Flutti síðan til Danmerkur í rúm tvö ár, en fór svo aftur að vinna á 12­A haustið 1991. Deildin var síðan flutt á 12­G í byrjun árs 1992. Ég hefi því alltaf unnið hjá Landspítalanum, utan þessi ár í Danmörku. 1992 kom beiðni frá Stóma­ samtökunum að senda hjúkrunar­ fræðing af hand lækninga deild í nám í stóma hjúkrun. Þá var tekin sú ákvörðun að ég færi til London í nám í stómahjúkrun við Royal College of Nursing við St. Bartholomew´s Hospital. Stómasamtökin greiddu náms­ gjaldið, en Landspítalinn greiddi laun og ferðirnar. Ástæðan fyrir því að ég hafði mikinn áhuga á þessari sérmenntun var aðallega sú, að mér fannst stómaþegar þurfa mikinn stuðning, bæði andlegan og líkamlegan, eftir aðgerð. Um tíma starfaðir þú við heimahjúkrun sem stóma­ hjúkrunarfræðingur. Var þetta samningur við Tryggingastofnun ríkisins? Hvenær var þessi þjónusta aflögð? Sjúkratryggingar Íslands gerðu samning um hjúkrun í heimahúsum og fengu hjúkrunarfræðingar 20 leyfi frá og með 1996. Þetta var hugsað sem sérhæfð heima­ hjúkrun og fékk ég ½ leyfi. Þessi leyfi voru flest lögð af um 2010, að mig minnir, en ég sinnti áfram heimahjúkrun á vegum Landspítalans til ársins 2013. Hverjar eru helstu breytingar varðandi umönnun stómaþega? Þau 27 ár, sem ég vann við umönnun stómaþega, hafa orðið miklar framfarir í skurðaðgerðum og stómavörum. Sjúkrahúsdvöl eftir aðgerð hefur styst töluvert. Miklar framfarir í líftæknilyfjum undanfarin ár hafa líklega fækkað stómaaðgerðum hjá sjúklingum með Crohn´s og Colitis ulcerosa. Þeir sem fara í stómaaðgerð á LSH fá lesefni þar sem Stómasamtökin og starfsemi þeirra er kynnt. Flestir sem nýta sér heimsóknar­ þjónustuna eru þeir sem fá varanlegt stóma. Það er líka alltaf eitthvað um það, að væntanlegir stómaþegar eru búnir að hitta stómaþega gegnum fjölskyldu og/ eða vini, þegar þeir koma í undirbúning fyrir aðgerð. Í dag er ekki eins mikið feimnismál að fá stóma og það var fyrir tæpum 30 árum. Að lokum vil ég senda bestu kveðjur til allra stómaþega sem ég hef kynnst í starfi mínu á LSH. FANNST STÓMA ÞEGAR ÞURFA MIKINN STUÐNING EFTIR AÐGERÐ VIÐTAL VIÐ ODDFRÍÐI JÓNSDÓTTUR STÓMAHJÚKRUNARFRÆÐING Í dag er ekki eins mikið feimnismál að fá stóma og það var fyrir tæpum 30 árum
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (31) Blaðsíða 31
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/31

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.