loading/hleð
(33) Blaðsíða 33 (33) Blaðsíða 33
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 33 stuttu eftir aðgerð. Það hjálpaði geðheilsunni mikið, því ég lá u.þ.b. fjórar vikur á sjúkrahúsinu. Ýmis vandkvæði komu upp, þegar ég kom heim og margt fór úrskeiðis. Stómað greri ekki almennilega og þurfti ég að fara í aðra aðgerð. Um tíma var ég full sjálfsvorkunnar, en þegar ég náði mér upp úr öldudalnum var fyrsta hugsunin þessi: Hvenær get ég farið að hlaupa? Maraþon og landvættir Ég hef ávallt haft áhuga á að taka þátt í íþróttum, sem krefjast mikillar líkamlegrar þjálfunar og gífurlegs úthalds. Árið 2011 tók ég þátt í maraþonhlaupi kringum Mývatn. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvar kamrar væru staðsettir á leiðinni. Sama ár tók ég þátt í Laugavegshlaupinu, sem er 55 km leið frá Landmannalaugum að Þórsmörk. Ári síðar var ég með í Barðsneshlaupinu fyrir austan, sem er 28 km fjallahlaup. Árið 2013 var ég meðal þátttakenda í afar erfiðri íþrótt, sem nefnist Landvættir. Þessi íþróttagrein samanstendur af fjórum þrautum. Fyrst er 50 km skíðaganga á Ísafirði. Því næst 60 km hljóðreiðar að Bláa lóninu. Síðan tekur við sund á Urriðavatni á Héraði og að lokum 33 km Jökulsárhlaup, en það er utanvegahlaup, sem hefst við Dettifoss. Hlaupið er framhjá Hólmatungum og Hljóðaklettum og endað í Ásbyrgi. Ég lauk öllum þessum greinum og fékk viðurkenningarskjal. Verður það að teljast töluvert afrek, því þetta var árið fyrir stómaaðgerð. Í þessum hlaupum, sem hér hafa verið nefnd, var ég enn hrjáð af ristilbólgum, en gætti mín á því að borða sem minnst mörgum klukkustundum fyrir hverja þraut. Járnkarlinn – einbeiting og viljastyrkur Ég tók þátt í Járnkarlinum (Ironman), sem fram fór í Kalmar í Svíþjóð 16. ágúst 2014, aðeins fimm mánuðum eftir stómaaðgerðina. Járnkarlinn skiptist í þrennt. Fyrst er synt 3,8 km, síðan hjólað í 180,2 km og að lokum 42,2 km hlaup. Fyrir þessa keppni setti ég mér ákveðin markmið. Þau fólust í eftirfarandi: 1. Taka eitt skref í einu, það klára ekki allir. 2. Keppa við sjálfa mig, ekki aðra. 3. Vera raunsæ. Byrja á þúfunni, ekki fjallinu. Og síðast en ekki síst: 4. Þekkja sín eigin takmörk. Skemmst er frá því að segja, að mér tókst þetta ætlunarverk. Ég lauk þessum greinum á 14 klst og 19 mín. Skilyrðið var, að þátttakendur lyki greinunum á innan við 16 klst. Alls voru 2.700 skráðir, en 1.900 luku keppni. Eftir sundið í gruggugu vatninu þurfti ég að tæma pokann. Ég var sjö klukkutíma að hjóla þessa 180 km leið og borðaði vel og drakk á meðan. Meðal annars drakk ég tvo lítra af malti, drakk magnesíum­ blandað vatn, fyrir utan að taka kalsíum og salttöflur. Nærði mig jafnframt á orku stöngum, sem voru í boði á 18 km fresti og einnig Snickersbita. Ég þurfti að tæma pokann tvívegis á þessari vegferð. Það segir sig sjálft, að ég þurfti að drekka mikið á hjólaleiðinni, enda voru vantsbrúsar bundnir hér og þar á hjólið. Á hjólaleiðinni hitti ég 64 ára gamla konu, sem reyndist vera stómahjúkrunarfræðingur frá Bretlandi. Sú var að taka þátt í keppninni í sjötta sinn. Sú gamla var steinhissa á því, ég gæti tekið þátt í þessari keppni, svo skömmu eftir aðgerð. Það er víst orð að sönnu. Til þess þarf maður ekki aðeins að vera í mjög góðu líkamlegu formi, heldur þarf maður ekki síður gríðarlega einbeitingu og mikinn viljastyrk. Þetta sýnir okkur að stómaþegum eru allir vegir færir. Álkarl og járnkarl Það sem hér hefur komið fram er byggt á grein, sem birtist í Fréttabréfi Stómasamtakanna vorið 2015. (2. tbl. 35. árg. blað nr. 153). Dandý hélt erindi á sameiginlegum fundi okkar og CCU­samtakanna 5. mars 2015 og er greinin afrakstur þessa erindis. Okkur lék því forvitni á að vita hvaða á daga hennar hefði drifið síðan.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (33) Blaðsíða 33
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/33

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.