loading/hleð
(36) Blaðsíða 36 (36) Blaðsíða 36
36 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna afgreiða stómavörur. Þessi þjónusta hófst í ágúst 1980, en fyrstu fimm árin vann ég aðeins tvo daga vikunnar þar og hina þrjá á Landakoti. Árið 1984 var ég ráðin í hálft starf hjá Hjálpartækja­ bankanum, sem með tímanum breyttist fljótlega í fullt starf. Hjálpartækjabankinn flutti síðar í Hátúnið. Árið 1995 kaupir Össur Hjálpartækjabankann og það var svo í febrúar 1998 sem Össur flutti upp í Grjótháls. Vinnuaðstaða mín breyttist gífurlega við þennan flutning. Össur og Ó. Johnson og Kaaber stofna síðan Eirberg, en þau áttu helmingshlut hvort. Eirberg flytur að Stórhöfða 25 og verður fljótlega sjálfstætt fyrirtæki. Það má því eiginlega segja, að ég hafi gengið kaupum og sölum. Það hefur orðið mikil þróun í gæðum stómavara á þessum árum? Mikil ósköp. Stómavörur voru fluttar beint inn frá Coloplast og Dansac. Ég var beðin um að sjá um kynningar á þessum vörum, en það kom aldrei til greina af minni hálfu. Ég gerði þær kröfur í upphafi, að hægt væri að panta vörur alls staðar frá, enda skiptir það miklu máli, að stómaþegar geti valið þær vörur, sem henta þeim best. Gúmmípokar voru notaðir hér fyrstu árin og reyndar voru fáeinir, sem notuðu þá allt fram á þessa öld. Það voru aðallega þeir sem gengust undir aðgerð í Bandaríkjunum, sem voru vanafastir á gúmmípokana. Stómaþegar eru frekar íhaldssamir á vörur. Það er eðlilegt. Ef þér líkar vel við það sem þú ert með og allt gengur vel ertu ekkert að skipta yfir í eitthvað nýtt. Ég var alla tíð mjög kröfuhörð á, að allir fengju prufur af nýjungum. Hver og einn verður náttúrlega að velja það sem honum hentar. Í þessum efnum eiga allir að sitja við sama borð. Mestar nýjungar hafa orðið hjá Coloplast og vörur frá því fyrirtæki eru í meirihluta á markaðnum hér. Þar eð þú hefur enst svo lengi í þessu starfi þá hlýtur maður að spyrja hvað sé svona skemmtilegt við það? Skemmtilegast við starfið hefur verið að kynnast alls konar góðu fólki gegnum tíðina. Maður hefur fylgst með skólagöngu fólks, vinnu þess og hvernig því hefur vegnað í lífinu almennt. Ég hefi oft fengið mjög góð ráð hjá stómaþegum og miðlað þekkingu þeirra og reynslu til annarra. Stómaþegar geta kennt okkur ýmislegt, þegar kemur að vali á stómavörum. Nú, þegar ég er hætt störfum þá verð ég að játa það hreinskilningslega, að ég á eftir að sakna ykkar mjög. Stómapokar sem notaðir voru á árum áður. Ég hefi oft fengið mjög góð ráð hjá stómaþegum og miðlað þekkingu þeirra og reynslu til annarra Stómaþegar eru frekar íhaldssamir á vörur
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (36) Blaðsíða 36
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/36

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.