loading/hleð
(38) Blaðsíða 38 (38) Blaðsíða 38
38 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna næringarefnaþörf, í þriðja lagi að koma í veg fyrir stíflu og í fjórða lagi að hafa áhrif á það sem í pokann kemur. Komið í veg fyrir vökva- og steinefnatap Mikilvægt er fyrir alla að drekka vel yfir daginn til að mæta nauðsynlegri þörf fyrir vökva. Næringarefni svo sem steinefni og sölt fást úr fjölbreyttri fæðu. Almennt er vatn besti svala­ drykkurinn og um að gera að drekka vel bæði með máltíð og milli mála. Áherslan er aðeins önnur fyrir garnastómaþega og aðra, sem ekki eru með ristil eða eru með óvirkan ristil. Þá þarf að leggja sérstaka áherslu á vökva­ og saltneyslu til að koma í veg fyrir þurrk. Til að viðhalda vökvajafnvægi er garnastómaþegum ráðlagt að drekka hálfan til einn lítra af „salt­sykur“ blöndu á dag, aukalega við vatn og aðra drykki. Hægt er að útbúa „salt­sykur“ blöndu með því að blanda þar til gerðar freyðitöflur eða dufti, sem fæst í apótekum, út í vatn eins og leiðbeiningar segja til um. Þynntir íþróttadrykkir eða ávaxtasafar geta einnig hentað sem og heimatilbúnar blöndur, til dæmis 250 ml af eplasafa + 750 ml af vatni + ½ tsk af salti. Eins geta garnastómaþegar þurft að salta matinn meira en aðrir, á disknum frekar en í eldamennskunni því aðrir fjölskyldumeðlimir þurfa minna salt. Fæða sem mætir þörf fyrir orku og næringarefni Stómaþegar þurfa að gefa sér góðan tíma til að borða og tyggja matinn vel. Mörgum reynist vel að borða nokkrar smærri máltíðir á dag í stað þess að borða stærri máltíðir sjaldnar, þar sem loftmyndun getur aukist ef langt líður milli máltíða. Til að mæta orku­ og næringar­ efnaþörf hentar mörgum stóma­ þegum vel að fylgja almennum ráðleggingum um mataræði, sem finna má á heimasíðu Landlæknis: www.landlaeknir.is/radleggingar. Þar er lögð áhersla á gæði matarins, þ.e. að velja sem oftast óunnin og lítið unnin matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, til að mynda grænmeti, ávexti, heilkorn, fisk, kjöt og hreinar mjólkurvörur. Einnig er æskilegt að velja mýkri og hollari fitu, takmarka neyslu á salti (garnastómaþegar undanskildir) og viðbættum sykri. Allir sem búa á Íslandi þurfa D­vítamíntöflur eða lýsi og stómaþegar eru hvattir til að spyrja sinn lækni eða næringarfræðing um hvort þörf sé á öðrum fæðubótarefnum, til dæmis B12­vítamíni. Sumar fæðurtegundir, sem teljast hollar og góðar, geta stíflað eða valdið öðrum óþægindum og geta stómaþegar þurft að prófa sig áfram með mataræðið. Fæða sem getur stíflað Garnastómaþegar eru í meiri hættu á stíflu. Mikilvægt er að þekkja merki um stíflu og vera í sambandi við lækni ef þarf. Hýði og tægjur úr ávöxtum og grænmeti geta stíflað. Má þar nefna eplabörk, húðina á tómötum, gúrkum, paprikum og vínberjum, hvíta hlutann fyrir innan börkinn á appelsínum og öðrum sítrusávöxtum, tægjur af ananas, aspas, brokkálsstilkum, hvítkáli, rabarbara, sellerí og sveppum. Önnur fæða sem getur stíflað eru hnetur, fræ, möndlur, kókos, maískorn, grænar baunir og poppkorn og þurrkaðir ávextir, svo sem gráfíkjur, döðlur og rúsínur. Fræ, rúsínur og fleira geta leynst í brauðum og bakkelsi. Með útsjónasemi ættu flestir að geta borðað ýmislegt af ofantöldu og gott er að prófa sig áfram með fæðu sem getur stíflað, eina og eina fæðutegund í einu. Margir geta vel borðað ávexti og Garnastóma þegar eru í meiri hættu á stíflu Ráðleggingar um mataræði - Segull sem hægt er að setja á ísskápinn heima eða á vinnustaðnum.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (38) Blaðsíða 38
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/38

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.