loading/hleð
(42) Blaðsíða 42 (42) Blaðsíða 42
42 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Allt frá stofnun Stóma­samtaka Íslands 1980 hefur verið lögð rík áhersla á samskipti við erlend stómasamtök. Fljótlega var haft samband við dönsku stómasamtökin (COPA) og sótt var um aðild að alþjóðasamtökunum (IOA), sem fékkst 1981. Samstarf við alþjóða­ og Evrópusamtökin voru ágæt fyrstu árin og m.a. tóku Stómasamtökin þátt í undirbúningi að stofnun Evrópusamtakanna eins og fram kemur í viðtali við Jón Þorkelsson. Þó þátttaka á þingum EOA og IOA hafi verið skrykkjótt hefur samstarfið við norrænu samtökin ávallt verið mjög náin. Höfum við jafnan lagt meiri áherslu á samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar enda ekki alltaf gefist tími til að sinna öðru alþjóðastarfi, né heldur höfum við haft fjárhagslegt bolmagn til að sinna því eins og kostur væri. Fulltrúa Stómasamtakanna var fyrst boðið að mæta á norrænt þing, sem haldið var í Stokkhólmi í ágúst 1981. Kristinn Helgason, sem var formaður Stómasamtakanna 1981­1983, sótti þing þetta. Þá kom fram sú ósk að halda næsta norræna þingið á Íslandi árið eftir. Fyrsti Norðurlandafundur hér­ lendis var í ágúst 1982. Stefán Halldórsson hélt erindi fyrir okkar hönd og greindi frá upphafi samtaka okkar, um samvinnu við sjúkrahúsin og heimsóknir til sjúklinga. Norðurlöndin hafa ávallt skipst á að halda þessar norrænu ráðstefnur, sem fyrstu áratugina voru á hverju ári. Þessar ráðstefnur hafa að öllu jöfnu verið haldnar í ágúst, en undirbúningur þeirra hófst jafnan með því, að formenn norrænu stómasamtakanna hittust í byrjun árs til að undanbúa ráðstefnuna um sumarið. Á seinni árum hefur verið ákveðið að láta nægja að halda þau annað hvert ár. Upphaf norrænu samtakanna Dönsku stómasamtökin voru stofnuð árið 1951 og eru meðal elstu stómasamtaka í heiminum. Þau fagna því sjötugsafmæli árið 2021. COPA er heitið á dönsku samtökunum. Þetta er skamm­ stöfun fyrir colostomie og patient eða kólóstómasjúklingur. (Öðru máli gegnir, að við höfum ávallt litið á okkur sem stómaþega en ekki stómasjúklinga). Heiti samtakanna helgaðist af því, að fyrir sjötíu árum þekktust ekki aðrar aðgerðir en kólóstómaaðgerðir (ristilstóma). Sænsku stómasamtökin voru stofnuð 1965 og nefnast ILCO, en Il stendur fyrir ileóstóma eða garnastóma. Var þá farið að gera ileó­ eða garnastómaaðgerðir. Þau norrænu samtök, sem á eftir komu, bættu hluta af landsheiti fyrir framan. NORILCO var stofnað 1971, FINNILCO 1980 eða sama ár og okkar samtökin voru stofnuð. Á SAMSTARF VIÐ NORÐURLÖNDIN ÁVALLT MIKILVÆGT NORRÆNU STÓMASAMTÖKIN Fulltrúar á formannafundi norrænu samtakanna í Kaupmannahöfn 2015. Merki NOA í bakgrunni. Henning Granslev hefur verið for maður COPA í mörg herrans ár og afar virkur í norrænu og evrópsku samstarfi.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (42) Blaðsíða 42
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/42

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.