loading/hleð
(47) Blaðsíða 47 (47) Blaðsíða 47
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 47 boðuðum við til fyrsta fundar í Suðurgötunni haustið 1979, með tveggja vikna fyrirvara. Þetta virkaði svo vel að föstudaginn 5. október dugði ekki langborðið lengur, raða þurfti upp sætaröðum því að 24 voru mættir, aðallega stómaþegar. Ég gaf yfirlit um starfsemi Stómahópsins frá upphafi, kynntar voru nýjungar í hjálpartækjum og greint var frá jákvæðum viðbrögðum stjórnar Krabbameinsfélags Íslands við beiðni um aðstoð við fræðslu­ og upplýsingastarf, þar með vegna sérþjálfunar hjúkrunarfræðings. Þegar þarna var komið sögu hafði Elísabet Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sinnt stómaþegum á Borgarspítalanum um árabil, einkum varðandi hjálpartæki, og sama var Edda Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur farin að gera á Landakotsspítala. Kominn var leiðbeiningabæklingur sem Gunnlaugur R. Daníelsson hjá O. Johnson & Kaaber hf hafði látið þýða, en það fyrirtæki flutti inn stómavörur. Samþykkt var að dreifa þessum bæklingi, þeim fyrsta hérlendis um þetta efni, til allra á spjaldskrá Stómahópsins. Fyrsta mætingarskráin Þau þáttaskil urðu á fundinum 5.október 1979 að allir sem þar mættu skráðu sig á mætingarskrá að beiðni minni en það hafði ekki verið gert áður. Þetta var meðal annars gert til þess að auðveldara væri fyrir mig sem talsmann hópsins að ná í fólk til að fara með mér á fundi í stofnunum, oft með litlum fyrirvara, jafnvel hringt kvöldið áður. Flestir skráðu einnig heimilsföng og símanúmer. Þessi voru mætt, í þeirri röð sem þau skráðu sig á fundinum: Guðmundur Ragnarsson, Espigerði 4, Reykjavík Júlíana Oddsdóttir, Eskihlíð 24, Reykjavík Sigríður Flygenring, Melhaga 12, Reykjavík Þórey Sveinbergsdóttir, Espigerði 4, Reykjavík Tómas Ólafsson, Þinghólsbraut 56, Kópavogi Sigríður Marianesdóttir, Njörvasundi 34, Reykjavík Þórdís Thoroddsen, Kvígindisdal, Patreksfirði Sigurður Stefán Ólafsson, Hraunsvegi 9, Njarðvík Friðjón Guðbjörnsson, Grettisgötu 63, Reykjavík Kristinn Helgason, Grundargerði 9, Reykjavík Gunnlaugur R. Daníelsson, O. Johnson & Kaaber h/f, R. Alda Halldórsdóttir, Hjarðarhaga 21, Reykjavík Margrét Ólafsdóttir, Arkarholti 4, Mosfellsbæ Sigurbjörg Jónsdóttir, Baldursgötu 30, Reykjavík Ólöf Sölvadóttir, Njörvasundi 29, Reykjavík Margrét Björk Andrésdóttir (í fylgd með Ólöfu) Guðný Sigr. Guðlaugsdóttir, Fífuseli 7, Reykjavík Erla Björk Ólafsdóttir, Ugluhólum 8, Reykjavík Gilbert Moestrup, Hjallabrekku 11, Kópavogi Sigrún Jónsdóttir, Kambsvegi 33, Reykjavík Ingibjörg Vigfúsdóttir, Laufásvegi 43, Reykjavík Friðþjófur Jónsson, Hólmgarði 43, Reykjavík Ólafur R. Dýrmundsson, Engjaseli 72, Reykjavík Halldóra Thoroddsen, Krabbameinsfélagi Íslands, R. Skýring: Þau Gunnlaugur, Alda, Margrét Björk, Guðný, Erla og Halldóra voru ekki stómaþegar. Formleg samtök að fæðast Nú var orðið ljóst að formleg samtök voru að sjá dagsins ljós því að á öðrum fundi vetrarins, fimmtudaginn 31. janúar 1980, voru 34 mættir, þeirra á meðal margir nýir, og á þeim þriðja sem haldinn var fimmtudaginn 29. maí 1980 voru 24 mættir. Nú voru fundirnir farnir að standa frá kl 17­19 en við gættum þess að halda okkur mest við hina sjónvarpslausu fimmtudaga. Umræðuefni þessara funda voru margvísleg, kynnt voru ný hjálpartæki, dreift var fjölrituðu fræðsluefni, læknar ávörpuðu okkur, t.d. Sigurður Björnsson og Sigurgeir Kjartansson, og svöruðu spurningum. Sumir úr hópi stómaþega sögðu reynslusögur. Sigurgeir hafði reyndar skrifað ágæta grein um stómaaðgerðir og stómaþega, þar með um Stómahópinn, í desemberhefti Fréttabréfs um heilbrigðismál 1979 sem Krabbameinsfélag Íslands gaf út. Rausnarleg gjöf og styrkur Á fundinn 29. maí 1980 var mætt öldruð kona, Þórdís M. Thoroddsen frá Kvígindisdal í Vestur­ Barðastrandarsýslu, sem færði Stómahópnum veglega peningagjöf, að upphæð kr 50.000. Hún hafði áður verið hjá okkur á fundi um haustið. Þann 30. apríl 1980 kom saman sjö manna nefnd innan Stómahópsins undir stjórn minni til að skoða nokkur mál á milli almennra funda. Hana skipuðu, auk mín, þau Jóhanna Baldursdóttir, Júlía Ólafsdóttir og Kristinn Helgason, öll stómaþegar, og hjúkrunar­ fræðingarnir Alda Halldórsdóttir, Edda Ólafsdóttir og Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri Krabba­ meinsfélags Íslands. Þá var kominn veglegur og kærkominn styrkur til okkar frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, að upphæð kr 1,5 milljón, sem var varið til stofnunar ráðleggingarstöðvar við Hjálpartækjabanka Rauðakross Íslands og Sjálfsbjargar. Hann var opnaður í ágúst 1980. Þess má geta að fyrsti bankastjórinn, Björgúlfur Andrésson, hafði ávarpað okkur á fundinum 29. maí og greint frá væntanlegri starfsemi. Þar fór Edda Ólafsdóttir hjúkrunar­ fræðingur síðan að starfa og var það mjög til framfara. Hún hefur alla tíð reynst okkur stómaþegum einstaklega vel, hjálpað mörgum við val á hjálpar­ tækjum og gefið holl ráð um margt sem varðar velferð okkar. Á þessum fundi greindi ég m.a. frá heimsóknum í Hjúkrunarskóla Íslands og Nýja hjúkrunarskólann þar sem ég hafði flutt erindi og svaraði spurningum um stómaþega og Stómahópinn. Þá var á þessum fundum rætt um formlega félagsstofnun en þeirri hugmynd var fylgt eftir á almenna fundinum síðar um vorið, nánar tiltekið 29. maí, eins og áður var vikið að, þar sem samþykkt var samhljóða að ég skyldi „undirbúa stofnun formlegra samtaka haustið 1980”. Góð samstaða og samkennd Þegar litið er um farinn veg má segja að flestum hugmyndum og tillögum sem komu fram í Stómahópnum hafi tekist að hrinda í framkvæmd. Þó ekki einni en sú hugmynd kom fram á fundinum 31.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (47) Blaðsíða 47
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/47

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.