loading/hleð
(54) Blaðsíða 54 (54) Blaðsíða 54
54 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna hefði verið mjög létt að fá stóma í kjölfar erfiðra veikinda. Þrír viðmælenda fullyrtu að stómað hefði beinlínis bjargað lífi þeirra, voru þakklátir fyrir að vera á lífi, því sjúkdómurinn hefði verið farinn að ógna lífi þeirra. Nokkur ummæli þessu til staðfestingar: „Lífi mínu var bara bjargað með þessu...Þessi aðgerð er bara það besta sem hefur komið fyrir mig.“ „En loksins þegar þeir ákváðu að skera mig þá fékk ég lífið til baka.“ „Miðað við það sem á undan var gengið þá var þetta hálfgert himnaríki.“ „Þá var ég allt í einu aftur komin með félagslíf, aftur farin að gera hluti, farin út úr húsi, sat ekki bara heima með bók og gleymdi mér í sögum einhverra annarra...ég bara lifnaði.“ „Mesti munurinn sem mér finnst er að ég veit ekki hvað verkur er í dag.“ Ekki bara skrítið fólk með skrítið útlit Allir viðmælendur nefndu stuðning frá fjölskyldum og vinum og hversu mikilvægur hann væri. Fræðsla og undirbúningur fagfólks var sömuleiðis þýðingarmikill, svo og eftirfylgni stóma­ hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Fjórir þátttakendur nefndu sérstaklega stuðning og jafningjafræðslu frá Stómasamtökunum. „Það sem kom mér fyrst og fremst í gegnum þetta var fjölskyldan, að hafa hana en alls ekki síður starfsfólkið.“ „Það er rosa flott þjónusta við okkur þegar við erum að fá stóma, rosa mikilvægt…Það þarf að ná upp sjálfsmyndinni og sjálfstrausti.“ „Ég var alveg búin að ímynda mér bara eitthvað gamalt fólk með þetta...mér leið svona eins og Palli var einn í heiminum...það var rosalega gott að sjá einhvern annan á sínum aldri með þetta.“ „Það kom til mín ungur strákur sem var tveimur árum eldri en ég og maður sá að það var ekki bara skrýtið fólk með skrýtið útlit... Hann fræddi mig um hvernig honum leið og hann var að klára stúdent og maður sá að það var líf.“ Hvað breytist? Þrátt fyrir þann létti að vera laus við sjúkdóminn tók vitaskuld tíma að aðlagast þessari breyttu líkamsímynd eins og við þekkjum öll. Það var t.d. áfall að sjá stómað í fyrsta sinn. Upp komu vandamál eins og leki meðfram plötum og loftmyndun vegna mataræðis. Þrátt fyrir ráðleggingar frá næringarfræðingi varð hver og einn að finna út hvaða matur hentaði viðkomandi best með tilliti til loftmyndunar og stíflu. Stíflur geta oft á tíðum orðið að óbærilegri kvöl. Allir þátttakendur ræddu um kvíðann fyrir því að opinbera stómað í íþróttasölum og á sundstöðum. Hvernig myndu aðrir taka þessu? Einn þeirra, sem talað var við, lýsti augngotum annarra og ákvað að vera opinskár: „Svo bara sagði ég hátt og snjallt yfir búningsklefann einu sinni að þetta væri allt í lagi ég væri búinn að missa ristilinn og ég bara sýndi þeim að ég væri léttur yfir þessu.“ Tveir þeirra reyna að hylja stómað og einn þátttakandi hefur ekki treyst sér ennþá í sund. (Rétt að árétta það, að þessi rannsókn var gerð 2009 og margt hefur breyst síðan – þ.á.m. afstaða fólks almennt til líkamsræktar og sundiðkana stómaþega eins og fram kemur annars staðar). Kynlífið var að vonum áhyggjuefni hjá þessu unga fólki. Hvernig verða samskiptin við hitt kynið? Einn lýsti þessu svo: „Ég var alveg skíthræddur... þetta var náttúrulega rosalega erfitt... það tók alveg tíma að þora að tala við stelpu hvað þá að fara heim með henni.“ Við sem höfum farið í stómaaðgerð lítum flest hver á það sem hreina lífsgjöf að fá stóma og erum þá að sjálfsögðu að miða við þá vanlíðan, þegar ristilbólgur hrjáðu okkur sem mest. En hvað er það sem breytist? Betri heilsa? Breytt lífsmynstur? Breyting á lífsviðhorfum? Jákvæðara viðmót? Einn þátttakanda í þessari könnun veltir einmitt fyrir sér þessum mikilvægu spurningum. „Ég held ég hafi nú líka þurft að finna sjálfa mig eiginlega aftur. Nú er ég stómaþegi og hvað þýðir það og hver er ég þá og hvað breytist í rauninni? Hvað breytist?“ (Greinina má lesa í heild sinni á vefsíðunni skemman. is og slá inn titilinn Að fá stóma er hrein lífsgjöf). Lífsgæði íslenskra stómaþega mjög góð Danska fyrirtækið Coloplast, sem m.a. framleiðir stómavörur, stóð fyrir alþjóðlegri rannsókn á algengi og alvarleika húðvandamála á árunum 2008-2010. Markmið rannsóknarinnar var að meta lífsgæði stómaþega og ástand húðar kringum stómað, ásamt því að kanna áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti. Þátttakendur voru 3.017 frá 18 löndum, þar af 73 frá Íslandi. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni hér á landi voru víðs vegar að af landinu, en einkum frá Akureyri og Reykjavík. Gagnasöfnunin á Íslandi fór fram á tímabilinu mars-júlí 2009. Rannsakendur voru Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þáverandi loktor við Háskólann á Akureyri. og Oddfríður Jónsdóttir, þáverandi stómahjúkrunarfræðingur hjá Landspítala. Umsjón með rannsókninni hafði Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Coloplast/Icepharma.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (54) Blaðsíða 54
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/54

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.