loading/hleð
(65) Blaðsíða 65 (65) Blaðsíða 65
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 65 Gallup hefur tvívegis gert netkönnun á viðhorfum almennings til stómaþega að frumkvæði Stómasamtakanna. Markmiðið með þessum könnunum var að kanna vitund fólks um stóma og viðhorf þess að stómaþegar noti sundlaugar. Sú fyrri var framkvæmd í ágúst 2015 í tengslum við 35 ára afmæli Stómasamtakanna. Seinni könnunin var gerð þremur árum síðar eða dagana 24. ágúst – 6. september 2018. Í báðum tilvikum var spurt sömu spurninga og þannig var hægt að sjá hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á viðhorfum til okkar, þó ekki væru nema þrjú ár á milli kannana. Úrtakið í þessum könnunum var tæplega 1.500 manns, 18 ára og eldri, víðs vegar að af landinum. Fjöldi svarenda í fyrri könnun var 886 eða 59.5%, í seinni könnun 787 eða 54.5%. Svarendum var flokkað eftir kyni, búsetu, aldri og menntun. Afar jákvæðar niðurstöður Spurt var í fyrsta lagi um almenna þekkingu á stóma. Í seinni könnuninni, sem hér verður einkum höfð til hliðsjónar, kváðust 23.6% svarenda hafa góða þekkingu á stóma. Þetta er umtalsverður munur frá könnuninni þremur árum fyrr, en þá sögðust 16.5% hafa góða þekkingu á stóma. Allflestir eða 68.8% kváðust hafa heyrt um stóma, en hafi litla þekkingu á því. Þá sögðust 3.6% ekki hafa heyrt um stóma, en voru 7.4% 2015. Þessar niðurstöður verða að teljast afar jákvæðar og ánægjulegar í okkar garð. Um það leyti sem fyrri könnun varð gerð var farið í kynningarherferð í fjölmiðlum í tenglsum við alþjóða stómadaginn 2015. Veggmynd af tveimur stóma þegum í sundi, sem höfðu hangið á sundstöðum víða um land í nokkur ár, hefur vafalaust haft áhrif. Telja má nokkuð víst, að almenn ingur á Íslandi sé betur upplýstur um stóma heldur en gengur og gerist í nágranna löndum okkar og þó víðar væri leitað. Sundvegg myndirnar okkar hafa vakið mikla athygli og einnig þær fjórar veggmyndir, sem hannaðar voru fyrir tveimur árum, sem hanga uppi á sund­ og líkamsræktarstöðvum vítt og breitt um landið. Þekking kvenna meiri en karla Það vekur athygli, að góð þekking á stóma er meiri hjá konum eða 31% á móti 16% hjá körlum. Hlutfallið var svipað þremur árum fyrr. Ekki er ólíklegt að því valdi einkum sú staðreynd, að konur eru í miklum meirihluta í hjúkrunar­ og umönnunarstörfum. Þekking á stóma virðist mest hjá einstaklingum 35­44 ára og 65 ára og eldri. Minnst er þekking meðal yngra fólks, sem sjálfsagt er ekki óeðlilegt. Nánast enginn munur er á þekkingu á stóma eftir búsetu, en munur nokkur þegar tekið er tillit til menntunar. Þá hafa 27% ÞEKKING Á STÓMA EYKST KÖNNUN Á VITUND OG VIÐHORFUM TIL STÓMAÞEGA Heimildir: Fréttabréf Stómasamtakanna nr. 155 (1. tbl. 36. árg. 2016) og nr. 166 (3. tbl. 38. árg. 2018) 0 20 40 60 80 100 0 20 40 60 80 100 KÖNNUN GERÐ Í ÁGÚST - SETEMBER 2018 Hver eftirfarandi fullyrðinga á best við um vitund þína og þekkingu á stóma? KÖNNUN GERÐ Í ÁGÚST 2015 67 ,9 % 6 8 ,8 % 23 ,6 % 16 ,5 % 4 ,9 % 7, 3% 3, 6 % 7, 4 % Ég hef góða þekkingu á stóma Ég hef góða þekkingu á stóma Ég hef heyrt um stóma en veit ekki hvað það er Ég hef heyrt um stóma en veit ekki hvað það er Ég hef heyrt um stóma en hef litla þekkingu á því Ég hef heyrt um stóma en hef litla þekkingu á því Ég hef ekki heyrt um stóma Ég hef ekki heyrt um stóma
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (65) Blaðsíða 65
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/65

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.