loading/hleð
(7) Blaðsíða 7 (7) Blaðsíða 7
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 7 taug og steypa ykkur niður í vatnið af 10­12 metra hæð. Fyrir mig sem áhorfandi virðist þetta meira hættuspil en sjálft fjallaklifrið. Ertu kannski áhættufíkill? Ég er áhættusækinn en ég geri það á meðvitaðan og úthugsaðan hátt. Ég trúi því að við eigum að ögra okkur í náttúrunni, einfaldlega af því að við erum gerð fyrir slíka ögrun á hverjum degi. Maður þarf ekki að leita langt í dýraríkinu til að sjá dýr lifa við ögrandi aðstæður og einfaldlega blómstra við slíkt. Þegar ég ögra mér, á eins öruggan hátt og ég get, þá blómstra ég líka. Enda er eitt af einkunnarorðum mínum í þessari vegferð: Njóttu lífsins og gerðu hluti sem ögra þér ­ útkoman mun koma þér á óvart. Að því sögðu þá má segja að ég hafi verið á hápunkti míns hugrekkis þegar við mætum þarna á klettana við Comovatn, enda mikið ævintýraár. Þannig var óttinn við dýfuna ekki svo mikill þó ég hafi mikið velt fyrir mér hvort ég myndi missa stómapokann af mér við svo háa dýfu. Klifrið var í raun einfalt og við að mestu með góða stjórn á klifrinu. Þá kann ég að dýfa mér, æfði meira að segja dýfingar í skamman tíma þegar ég var ungur. Þó ég hafi aldrei dýft mér úr meiri hæð en 5 metra fyrir þetta svanaflug. Hvernig undirbjóstu þig fyrir Alpaklifur og klettadýfingu með tilliti til stómans? ­ Ég gerði það í raun ekki. Ég æfði bara á fullu og byggði upp tæknilega færni, en samhliða því öllu var ég auðvitað með stómað og fékk þar staðfestingu að ég gæti allt þetta og líklegast meira til. Hægt er að fylgjast með þessari ævintýraför Ágústar og félaga á heimasíðunni: goingup2010.wordpress.com/ Riddarar hringavitleysunnar Þú hefur tjáð þig hispurlaust varðandi geðræn vandamál þín á opinberum vettvangi. Hefurðu starfað eitthvað á þeim vettvangi? Ég hef ekki starfað á þeim vett vangi, en staldraði þó stutt við í stjórn Geðhjálpar auk þess sem ég hef haldið fjölmarga fyrirlestra um lífsreynslu mína fyrir Geðhjálp og aðra. Árið 2018 kom út bókin þín Riddarar hringavitleysunnar, sem fjallar m.a. um stómaþega með geðræn vandamál. Hafðirðu lengi gengið með þessa hugmynd? Já, hún var lengi í maganum hjá mér þar sem mér fannst svo mikilvægt að segja sögu af veikindum sem er ekki talað mikið um. Einhvern veginn fékk ég þessa sjúkdóma, sem er ekki mikið talað um, meltingarsjúkdóm, geðsjúkdóm og síðan stóma. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að opna umræðuna. Líf mitt var svona „skitið“ og svona „snargeðveikt“ Ég er hér. Ég segi mér Man öll mín sár. Og öll mín tár Þá gleði finn. Frið um sinn Þakklátur er. Að vera hér Þá fegurð sé. Í veröld hér Allt er svo kært. Allt getur nært Gjöf er hver stund. Hún göfgar lund Hugsa með mér. Að ég er hér Ég lifi enn. Sem aðrir menn Þrátt fyrir allt. Líf mitt er valt Ég er hér. Ég áfram fer Framtíðin mun. Vera ókunn (Riddarar hringavitleysunnar, s. 213)
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.