loading/hleð
(70) Blaðsíða 70 (70) Blaðsíða 70
70 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 1980, er Stómasamtök Íslands voru stofnuð. Í nokkur ár þar á undan hafði hópur stómaþega fundað á fimmtudögum, sem þá voru sjónvarpslaus kvöld. Nú, 40 árum síðar stendur árangursríkt starf Stómasamtakanna í miklum blóma. Stómasamtök Íslands hafa nú verið aðildarfélag ÖBÍ í sextán ár. Þau ár sem ég hef fylgst með starfi félagsins hef ég upplifað mikilvægi félagsins og kraftinn sem í því býr. Ekki síst er það ánægjulegt að sjá hvað félagið ástundar öfluga jafningjafræðslu og veitir mikilvægan stuðning. Ríkri kröfu um lífsgæði og innihaldsríkt líf með stóma er fylgt eftir bæði í umfjöllunum og við stjórnvöld. Þar heyrist sterk raust, þar sem upplýsingu er beitt gegn fordómum. Við sem samfélag erum ríkari þegar við búum við öflugt, gott og styðjandi starf hagsmunasamtaka á borð við Stómasamtökin. Framganga ykkar varðandi upprætingu fordóma og feimnismála er aðdáunarverð, og árangursins vegna lifa stómaþegar betra lífi í dag en í gær. Að lifa er mikilvægt og að lifa til fulls eru verðmæti sem við öll eigum að geta notið. Fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands óska ég Stómasamtökunum hjartanlega til hamingju með 40 ára öflugt og árangursríkt starf, um leið og óskum mínum fylgir hvatning til framtíðarinnar og baráttukveðjur til félagsmanna allra. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ KVEÐJA FRÁ ÖRYRKJABANDALAGI ÍSLANDS Til hamingju með gott starf í 40 ár Stómasamtökin eru einn elsti stuðningshópur Krabbameinsfélagsins svo félögin tengjast órofa böndum. Samstarfið hefur alla tíð verið gott og forsvarsfólk Stómasamtakanna hefur verið virkt í starfi Krabbameinsfélagsins og sinnt þar ábyrgðarstöðum. Á sama hátt hefur Krabbameins- félagið reynt að styðja sem best við starf samtakanna. Starf Stómasamtakanna hefur verið með ágætum og virkni samtakanna er þannig að eftir er tekið. Metnaðarfullt fræðslu- og stuðningsstarf samtakanna hefur gagnast mörgum og jafnvel skipt sköpum. Árangurinn hefur verið sýnilegur víða og verið með þeim hætti að fulltrúar samtakanna hafa valist til forystu í alþjóðastarfi. Hjartans þakkir fyrir gott og árangursríkt samstarf í áratugi. Megi starf Stómasamtakanna blómstra sem aldrei fyrr! Til hamingju með stórafmælið! Fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri KVEÐJA FRÁ KRABBAMEINSFÉLAGINU Megi starf Stómasamtakanna blómstra sem aldrei fyrr!
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (70) Blaðsíða 70
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/70

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.