loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 9 Bókarskrifin klárlega sáluhjálp Í síðasta kafla bókarinnar kemur fram, að þessar fjórar persónur eru allar þú sjálfur sinn á hvoru tímabili. Það kemur í ljós, að nöfn persónanna eru ekki valin af hendingu. Þau mynda þitt nafn Ágúst. Er það rétt skilið? Þú gengur mjög nærri þér i þessari bók og kaflinn um Úlfar í lokin er sérlega áhrifaríkur. Fannstu hjá þér knýjandi þörf til að segja frá þessum hluta í lífi þínu? Eða var þetta þín leið til að skrifa þig frá þessum tímabili í lífinu, að því marki sem það er hægt? Já, þetta er allt ég og sýnir mig, Ágúst. Fæstir þekkja allar mínar hliðar og því fannst mér svo viðeigandi að segja sögu af fjórum einstaklingum, sem voru í reynd allir ég. Ég geri í raun ekki greinarmun á köflum bókarinnar, þeir eru í raun allir að gera mig berskjaldaðan á einn eða annan hátt. En ég ákvað einmitt að sýna hina raunverulegu reynslu svo að lesandinn fái vonandi einhvern skilning á stöðu þess veika. Ég vildi ekki fegra eða fela neitt eins og aðrir hafa gjarnan gert. Líf mitt var svona „skitið“ og svona „snargeðveikt“ og þannig vildi ég stíga fram. Það merkilega er hvað fólk hefur tekið þessari ber­ skjölduðu sögu vel og í stað þess að sjá veikleika mína þá virðast þau sjá styrkinn í því að komast í gegnum þessar áskoranir og áföll og standa beinn – aftur og aftur og aftur. Skrif bókarinnar voru klárlega sáluhjálp fyrir mig og það var megintilgangurinn í upphafi. Hefði ég bara skrifað bókina og ekki gefið út þá hefði það samt verið þess virði. Slíkt var verðmætið í sjálfskoðuninni, tilfinningalegu hreinsuninni og uppgjörinu við fortíðina. Þú hefur eitthvað gert af því að semja ljóð og gert lög við. Er þetta bara tómstundagaman eða hyggur þú á útgáfu í einhverju formi? Þetta er tómstundagaman sem kemur og fer. Þetta byrjaði ekki fyrr en eftir síðustu maníu, sem markaði upphaf í mínu lífi á margan hátt. Stundum koma tímabil þar sem það flæða allar gáttir en þess á milli er minna um sköpunina. Ég gaf út litla ljóðabók, sem ég gaf vinum og fjölskyldu ein jólin. Þá fór ég að spila þar sem ég samdi fjölmörg lög á skömmum tíma, sem endaði með því að ég fór að spila á börum, í Reykjavík og meira að segja í Edinborg. Þetta leiddi til þess að ég gaf út fjögur lög á Spotify undir nafninu Agust Agust og hafa þau heyrst aðeins í útvarpi, en þau tengjast persónum í bók inni. Þannig að, jú, ég er að gefa út í einhverju formi, en þar fyrir utan er ekkert í kortunum sem stendur. Hver veit hvað gerist næst, en ég er t.d.með fjórar skáld sögur á frumstigi, hverja aðra ólíkari. Þess má geta að Riddarar hringavitleysunnar hefur einnig verið gefin sem hljóðbók og er hægt að hlýða á hana hjá Storytel. Vera til staðar og láta gott af sér leiða Hvað er mikilvægast í lífinu? Heilbrigði skiptir öllu. Það veit ég vel enda þekki ég vel líf án heilsu. Því reyni ég að lifa vel og gæta að heilbrigði í næringu, svefni, hreyfingu, viðhorfi og samskiptum. Þannig getur maður einbeitt sér að því sem skiptir auðvitað svo miklu máli – að geta verið til staðar fyrir aðra og látið gott af sér leiða. Hvernig temur maður sér jákvætt lífsviðhorf? ­ Ég veit það í raun ekki en veit þó að sama hvað kemur fyrir, stórt eða smátt, þá hefur maður alltaf val um hvernig maður bregst við, sem sigurvegari eða fórnarlamb – eins og mamma mín orðar það gjarnan. Ætli það sé ekki einhver lykill að jákvæðni – að velja að læra af áskoruninni og einfaldlega halda áfram. Að segja sögu sem þessa er mikil opinberun og gefur mörgum tækifæri til þess að sjá margar hliðar eins manns. En sögurnar eru ekki sagðar til þess, heldur til að gefa innsýn í stöðu annarra og auka skilning á henni. Til að ýta jafnvel við núverandi viðhorfum og aðferðum. Til að gera tilveru þess sjúka og aðstandenda þeirra betri, þó ekki væri nema örlítið. (Riddarar hringavitleysunnar, s. 211) Alltaf val um hvernig maður bregst við, sem sigurvegari eða fórnarlamb
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.