loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Stefnuskrá Kvennalistans fyrir Alþingiskosningar 1991 Inngangur Kvennalistinn er stjórnmálaafl sem vill breyta samfélaginu og setja virðingu fyrir lífi og samábyrgð í öndvegi. Við viljum samfélag þar sem kvenfrelsi ríkir. Við viljum að hið besta úr reynslu og menningu kvenna verði haft að leiðarljósi þegar stefna er mörkuð í samfélaginu ekki síður en hið besta úr reynslu og menn- ingu karla. Kvennalistinn vill varðveita og þróa hið jákvæða í lífssýn kvenna og nýta það í þágu samfélagsins alls. Kvennalistinn er hvorki á vinstri né hægri væng stjórnmálanna, heldur kvennapólitísk stjórnmálahreyfing. Kvennalistinn er því ný vídd í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti er langt frá því að staða kvenna og karla í þjóð- félaginu sé sambærileg. Ein meginástæða þess er að rótgrónar hugmyndir um konur, stöðu þeirra og hlutverk, gera ekki ráð fyrir að þær standi jafnfætis körlum. Því hefur m.a. ekki verið tekið nægilegt mið af stöðu og þörfum kvenna við stefnumótun, lagasetningu og stjórnun þjóðfélagsins. Atvinnuþátttaka kvenna er orðin almenn enda efnahagsleg nauðsyn fyrir langflest heimili landsins. Engu að síður eru ólaunuð störf á heimilum og um- önnun barna enn nær eingöngu á ábyrgð kvenna og sá tími sem þær hafa aflögu fyrir sjálfar sig og áhugamál sín því mjög takmarkaður. Formleg völd karla eru mun meiri en kvenna og gildir einu hvert litið er í þjóð- félaginu. Þótt konur hafi haft kosningarétt og kjörgengi hér á landi frá árinu 1915, eru þær einungis tæpur fjórðungur þingmanna og hlutur kvenna í opinber- um nefndum, stjórnum og ráðum er sáralítill og snöggtum minni en á öðrum Norðurlöndum. Kvennalistinn telur þetta óviðunandi ástand og samfélaginu til tjóns. Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna skilar sér í réttlátara og betra þjóðfélagi fyrir alla. Kvennalistinn stefnir að samfélagi þar sem bæði konur og karlar geta verið virk í atvinnulífi, í fjölskyldulífi og við mótun samfélagsins. Við viljum samfélag þar sem kynferði ákvarðar ekki stöðu fólks og dagvinnulaun fyrir 6-8 stunda vinnudag nægja til viðunandi framfærslu einstaklings, samfélag sem virðir rétt- indi og þarfir bama. Kvennalistinn leggur áherslu á að konur eiga sameiginlega reynslu og menn- ingu samtímis því sem aðstæður þeirra eru breytilegar og konumar sjálfar um leið. Kvennalistinn leggur til gmndvallar stefnu sinni sameiginlega reynslu og 1
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Stefnuskrá í landsmálum 1991

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í landsmálum 1991
http://baekur.is/bok/a65cb5d1-744e-40fe-b51f-d6c8fb834c60

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/a65cb5d1-744e-40fe-b51f-d6c8fb834c60/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.