loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
Uppeldis- og menntamál Pað er almennt viðurkennt hér á landi að allir eigi rétt á menntun án tillits til efnahags og aðstæðna. í sinni upprunalegustu mynd þýðir orðið menntun „að gera að manni". Sá ferill hefst strax við fæðingu og því er uppeldi í raun ekki ann- að en menntun barna. Konur hafa frá alda öðli borið hitann og þungann af uppeldi og fræðslu barna og unglinga. Þeim er því vel ljóst hversu ríkan þátt gott atlæti og menntun eiga í velferð einstaklinganna og þar með þjóðarinnar. Aukin atvinnuþátttaka kvenna á undanförnum áratugum er í raun samfélags- bylting sem kallar á víðtækar breytingar á öðrum sviðum. Þær hafa látið á sér standa og alvarlegast er að þróuninni hefur ekki verið mætt sem skyldi með auk- inni og bættri þjónustu samfélagsins við böm. Uppeldis- og menntastofnanir barna, leikskólar og skólar, miðast enn þann dag í dag við samfélag gærdagsins. Þrátt fyrir að konur séu fjölmennar í kennarastétt er skólastarfið að mestu leyti byggt á uppeldisstefnum og hefðum sem karlar hafa mótað. Stelpur og strákar sitja þvi ekki við sama borð. Mikilvægt er að í námsefnisgerð og starfi allra menntastofnana sé tekið mið af ólíkri stöðu og arfi kynjanna og unnið að breyttri félagsmótun í jafnræðisátt. Samfélagið allt, jafnt karlar sem konur, verður að leggja sitt af mörkum til að tryggja komandi kynslóðum góð uppvaxtarskilyrði. Jöfn foreldraábyrgð og aukin og bætt þátttaka samfélagsins í uppeldi barna em því viðfangsefni sem Kvenna- listinn vill beita sér fyrir. Samfélaginu ber skylda til að búa vel að öllum bömum. Þau em framtíð þjóðarinnar og því er mikilvægt að veita auknu fé til uppeldis og skóla svo treysta megi þann grann sem samfélagið hvílir á. Nauðsynlegt er að búa þannig að starfsmönnum menntakerfisins að þangað leiti vel menntaðir og hæfir einstaklingar. 6
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Stefnuskrá í landsmálum 1991

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í landsmálum 1991
http://baekur.is/bok/a65cb5d1-744e-40fe-b51f-d6c8fb834c60

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/a65cb5d1-744e-40fe-b51f-d6c8fb834c60/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.