(4) Blaðsíða [4]
lierra kirkjumálefnanna, og skuluf)eir annast
um kirkjustjórn alla í amti hverju; en hjer-
ahsprófastar standi aptur í sambantli viö j)á.
Amtsprófastar þessir skulu ekki sjaltlnar en
sjötta hvert ár ferðast um umtlaemiö til aö
rannsaka ogskoða ástand og meðferð á kirkj-
um og kirknagótsi, einnig embættisfærslu
prófasta og presta og framferði þeirra.
56. gr. jþær umbreytingar, sem kirkjustjórn
vor kynni að öðru leyti við þurfa, skal lög-
gjafarvaltlið ákveða.
57. gr. Sýslumanna embættislaun lijer ept-
ir, einnig jxá umbréytingu á sveitarstjórn
vorri, sem þurfa þykir og samband hennar
við sýslumenn, skaL löggjafarvaldið ákveða.
58. gr. Fjárhagur landsins skal hjer eptir
frá skilinn fjárhag Danmerkur, þó sje skóla-
Qárhagurinn sameinaður fjárhag Danmerkur-
skóia, þar til Ijós skýrsla frá liinni dönsku
stjó&i, samþykkt afalþingi, hefur gjört grein
fyrir skólasjóð vorum.
59. gr. Frumvarp til allra umbreytinga og
viðauka við þessi grundvallarlög vor skal
leggja fram fyrir alþingi; og skulu það vera
grundvallarlög, sem konungur og 3 regluleg
alþing samþykkja.
60. gr. Löggjafarvaldið skal annast um,
að öll gildandi lög, lagabætur og lagabreyt-
ingar lantli voru viðkomandi, sjeu gefin xit á
prenti í hentugri handbók fyrir hvern mann.
Skulu gruntlvallarlög vor jafnan standa fyrst
í bók þeirri og þar næst hollustueiðar kon-
ungs vors, síðan lagabætur og lagabreytingar
þær, sem þá giltla. Bók þessa skal jafnan
prenta að nýu, þegar eitthvað erorðið breytt
frá því, sem áður var í lögum, en árlega má
prenta viðbætira þá og viðauka, sem gjörðir
eru. ^annig skal lögstjórnin jafnan annast
um, að hver maður geti aflað sjer þekkingar
á lögum landsiiis eins og þau eru það ár.
- Vjer birtum yður nú frumvarp þetta, landar góðir, ekki í því skyni, að vjer finnum
eigi, að því sje mjög ábótavant, heltlur í því skyni, að færa yður, sem næst vjer megum efni
því, sem lagt mun veröa fyrir þjóðfundinn að sumri. Vjer vonum að þjer takið viljann fyrir
verkið af oss, og Imgleiðið sem bezt þétta vandamikla verk, sem fyrir yður liggur, og
njótið þess stuðnings af frumvarpi voru, sem yður er unnt. Haldið því, sem þjer álítið þess
vert, ef það er nokkuð, en kastið hinu. Vjer vonum og, að Lanztíðindin. muni að sínu leyti
taka frumvarp þetta til nákvæmrar yfirvegunar, og segja álit sitt um það, bæði einstakar
greinir þess og alt yfir höfuð.
Reykjavík 1850. Utgefendar: E. þórðaVson, Jón Jónsson. Ábyrgðarmaður: Magnús Grímssom
Prentað í •prentsmiðju landsins.
kostar 4 skildinga.