loading/hleð
(4) Blaðsíða [2] (4) Blaðsíða [2]
Sýndi Þórarinn þó endranær, að hann skorti sízt þá hag'sýni, sem góðan borgara má prýða. Á þessari yfirlitssýningu á verkum Þórarins B. Þorlákssonar eru málverk frá árunum 1890—1895, sem sýna það, að hann hefur séð góða myndlist og tileinkað sér reynslu lærðra málara. Myndir eins og „Pottablóm" (1890), „Frá höfninni“ (1894) og' „Menn við bát“ (1894), hafa g'reinilega á sér blæ þeirra danskra málverka, sem voru í Listasafni íslands. Aftur á móti er „Austurstræti" (1891) annars eðlis og örvar hugmyndaflugið. Manni dettur í hug: Hvernig skyldi Þórarinn hafa málað, ef hann hefði farið til Parísar árið 1895? En hefði þá ekki tapazt það, sem Þórarinn gaf okkur, en það er ísland eins og hann upplifði það og sýndi það í málverkum sínum? Ef við ættum ekki þessi verk Þórarins, þá væri eyða í sögu íslenzkrar myndlistar. Þórarinn gaf okkur eitthvað nýtt: Islenzkt landslag fyrst málað og séð af íslenzkum listamanni. Það er augljós skyldleiki milli Þórarins og samtíðar- manns hans Steingríms Thorsteinssonar. Þeir hafa skynjað landið á sama hátt, þetta sama „idyll“, sömu litir, sami hugblær, nokkrum söknuði blandinn. „Þú bláfjalla geimur . .. ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng,“. í landslagsmyndum sínum virðist Þórarinn ætíð vera einn á ferð með hesti sínuin. I „Áning“ sjáum við listamanninn virða fyrir sér landið og hest hans hjá honum. Hesturinn stendur, rauður að lit, og er meira áberandi í Iandslaginu en listamaðurinn sjálfur, sem er klæddur í sama lit og moldarbörðin, svo að hann fellur næstum inn í lit jarðarinnar. Þó að myndin heiti „Áning“, þá er Þórarinn ekki að mála sjálfan sig, heldur landið, náttúruna. Yfirleitt sést hvorki maður né hestur í landslagsmyndum Þórarins. Hann er ekki í neinni samfylgd; hann er einn eins og Steingrímur „í einverunnar helgidóm“. Þórarinn dvaldi 7 ár í Kaupmannahöfn við myndlistarnám, en kom heim árið 1900 og málaði hér heima eitt sumar. Hann mun þá hafa talið sig eiga mikið ólært, því að hann dvaldi enn tvö ár erlendis við nám. Þó er það augljóst í myndunum „Þingvellir“ og „Gamla battaríið“ frá þessu sumri, að þar er lista- maður að verki. Hann hefur þá þegar náð þessari sérkennilegu birtu í myndir sínar, vissu andrúmslofti, sem aldrei skilur við málverk hans upp frá því. Hann er líka þá þegar húinn að ná þessum fína tón (valeur) í litinn, sem hann heldur ávallt síðan. Eftir að Þórarinn kemur hingað alkominn árið 1902 og fer að mála hér heima öll sumur úti í náttúrunni, má finna hvernig skynjun hans á landinu og náttúru þess verður næmari og irmlifaðri með ári hverju. Hann málar íslenzkt


Þórarinn B. Þorláksson 1867-1967.

Höfundur
Ár
1967
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þórarinn B. Þorláksson 1867-1967.
http://baekur.is/bok/ab1e0ad4-f434-4b32-844d-aba65834b0e5

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/ab1e0ad4-f434-4b32-844d-aba65834b0e5/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.