
(5) Blaðsíða [3]
landslag, en hann stælir (kópíerar) það ekki. Það er oft erí'itt að sjá, hvaðan
myndir Þórarins eru, því að hann bætir inn fjöllum, múlum, vötnum og ám,
vegna málverksins. Sem sannur listamaður hugsar hann fyrst og fremst um
málverkið og þörf þess, hann byggir upp myndina í því augnamiði, að hún verði
málverk, en ekki bara kópía af landslagi. Landið er fyrirmyndin, sem gefur
honum inspírasjón. Hann hefur yndi af heiðríkjunni og kyrrðinni, tæru and-
rúmslofti og litum jarðar. Það má finna, að með hverju ári verður litskynjun
Þórarins rikari og næmari og hann fer þannig með litinn, að hvert tilbrigði hans
er notað sem meðal til að ná heildarverkun í myndina. Liturinn getur t. d. verið
dekkstur í fjalli, en svo er eins og hann dragist út og þynnist, en haldist þó
hinn sami, aðeins í öðrum hlæ. Það virðist sem Þórarinn bvggi list sína og sér-
staklega litstiga á samhljómi litanna í náttúrunni. Þórarinn hlýtur að heyra til
natúralismanum. Það er nafn á listastefnu, en það er hvorki stefnan eða nafn
hennar sem gildir, það sem skiptir máli er, hvort málarinn er listamaður eða
ekki, og Þórarinn var listamaður.
Þórarinn var að eðlisfari hlédrægur, og má vera að það hafi valdið nokkru
um að hann varð ekki i lifanda lífi svo þekktur sem skyldi. Nú hin síðari ár
hefur hróður hans farið vaxandi og margir hinir yngri listamenn okkar hafa
fengið mikinn áhuga fyrir list hans. Þórarinn var á sínum tíma brautryðjandi í
íslenzkri myndlist og áhrif frá list hans eru raunverulega miklu meiri en menn
hafa almennt gert sér grein fyrir.
íslenzk skáld nítjándu aldar sungu fegurð íslenzkrar náttúru inn í okkar
þjóðarsál, en Þórarinn B. Þorláksson varð fyrstur íslenzkra málara til að sýna
okkur þessa sömu fegurð í málverkinu.
Selma Jónsdóttir
Þórarinn B. Þorláksson cr fæddur 14. febrúar 1867 að Undirfelli í Vatnsdal. Dvaldi æsku-
árin hjá Birni bróður sinum að Stafholti i Borgarfirði. Fór til Reykjavíkur 1885 að nema
bókband. Lauk námi i þeirri iðngrein 1887. Veitti forstöðu bókl)andsstofu Isafoldarprentsmiðju
1887—1895. Fór til Kaupmannahafnar á þeim árum i nokkurra mánaða námsför. Fór síðan
aftur til Kaupmannahafnar 1895 og stundaði þar myndlistarnám í 7 ár, fyrst á Listaháskól-
anum, siðan í einkaskóla. Kom heim 1902. Kvæntist Sigríði Snæbjörnsdóttur 1903. Nokkurra
mánaða námsdvöl i Kaupmannahöfn 1904, vegna undirbúnings undir kennslustörf. Teiknikennari
við Iðnskólann frá stofnun hans 1904 og forstöðumaður skólans 1916—1923. Rak bóka- og rit-
fangaverzlun frá 1912 til dauðadags. Stofnaði Listvinafélagið árið 1916 ásamt Matthíasi Þórðarsyni,
var í stjórn þess frá upphafi og formaður þess um skeið. Aðalhvatamaður að byggingu List-
vinahússins. Þórarinn andaðist 10. júlí 1924. Sýningar: Einkasýningar í Reykjavík 1900 og 1911.
Samsýning á Charlottenborg 1901 og 1920. Sýndi með Ásgrími Jónssyni i Reykjavík 1907 og
i Osló 1910. Tók þátt i samsýningum Listvinafélagsins í Reykjavík 1919, 1921, 1922 og 1923.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald