loading/hleð
(4) Blaðsíða [4] (4) Blaðsíða [4]
eiginleikar væru túlkaðir. Ég legg mikla á- herzlu á báðar þessar tegundir hreyfingar í myndum mínum. Það er í samræmi við þekk- ingu nútímans á náttúrunni. Náttúran er oss ekki lengur dautt ytra form. öll náttúran er oss starfandi heild, og allar hinar marg- víslegu hreyfingar liennar og samskipanir eru engu ómerkari fyrirmyndir til túlkunar í myndlistinni heldur en hið oft stirðnáða ytra útlit. En til túlkunar margra slíkra eig- inleika náttúrunnar í myndlist eru hinir myndfræðilegu eiginleikar oft betur fallnir cn dauf eftirlíking. Menn gleðjast við að sjá það, sem þeir þekkja vel og þeim er kært. Það er svo þægilega fyrirhafnarlítið. Það, sem menn sjá aftur á móti í fyrsta sinn, vekur athyglina til aukinna starfa og stundum jafnvel svo, að menn eiga mjög bágt með að átta sig á því, sem þeir sjá. Sé hið nýja og óvænta, sem maður sér, ekki of áhrifamikið, getur það verið skemmtilegt, en trufli það allan hugsanagang manns, vekur það óþægindi og þreytu. Þetta samspil vana og nýjunga er eitt af þýðingarmestu lögmálum allrar list- ar. Ég legg mikla áherzlu á það í myndum mínum, því að það mætti segja, að eitt höf- uðeinkenni nútímamenningar og nútímalist- ar sé krafa manna um stöðugt meiri nýj- ungar og tilbreytingar í hvívetna. Sennilega hafa menn aldrei deilt jafn hat- ramlega sem nú um það, hvort listin eigi að vera rökrétt hugsuð og markviss í smá- um sem stórum áhrifum, eða einungis fram- leiðsla tilfinninganna ótruflaðra af skynsem- inni, eftir því sem hægt er að losna undan þeim leiða herra, sem kallast rökrétt hugsun. Um þetta atriði má endalaust deila, og mun afstaða hvers listamann aðallega mót- ast af því, hvort honum er eðlilegri rökrétt og raunhæf hugsun eða óræðir dulórar. 1 þessum efnum sem öðrum mun fara bezt á því, að láta hið sanna eðli sitt njóta sín sem bezt. Ég hef tekið þann kostinn í mín- um myndum, að fara bil beggja og þó frek- ar í hina rökréttu átt. Svo aðeins nokkur orð um að velja og hafna, sem reynzt hefur mörgum í hinni skapandi list mikið Grettistak. Þótt allir þeir eiginleikar, sem að framan eru nefndir og margt fleira, séu gamlir húsgangar í allri góðri list, þá er riieð þá eins og taflmennina á taflborðinu, það má raða þeim á misjafna og marga vegu. Stundum er maður í því skapi, að maður hafnar nær öllu því, sem fólki er kært og það býst við að finna i verkum marins. Slíkt spáir ekki góðu um lýðhylhna. Þá reynir fyr- ir alvöru á lestrarkunnáttu fólks á mál mynd- listarinnar, svo að það þurfi ekki að láta í minni pokann, heldur fylgi listamanninum fast eftir í öllmu hans brellum og brögðum, því að góðra lista verður ekki notið i ríkum mæli án vel æfðrar sjónar, næmra tilfinn- inga og þróttmikillar hugsunar. Hinni ósjálfráðu skynjun tilfinninganna (instinkt) er ekki gert lágt undir höfði, þótt hún geti ekki alstaðar komið í stað hins vitandi vits. Seyðtúni, Hveragerði, á réttadaginn 1946, Kristinn Pétursson.


Kristinn Pétursson

Ár
1946
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kristinn Pétursson
http://baekur.is/bok/b0cd852f-8ed9-430a-bfb3-ca26b7e740b6

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/b0cd852f-8ed9-430a-bfb3-ca26b7e740b6/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.