loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
r 3 9. Ársfundur skal ætíð haldlnn í félagi þessu mánvdaginn í tuttugustu og fyrstu viku sumars. þá fram fer kosning embættismanna, verður gjörð gild breyting á félagslögun- um, ráðin bókakaup, og annað, sem framför og heill félagsins varðar. 10. Eigi er ársfundur lögmætur, nema tala þeirra, sem fund sækja, svari þriðjúngi þeirra félagsmauna, sem í prófastsdæminu eru; ræður þá atkvæðaijöldi öllum úrslitum. 11. Forseti kveður félagsmenn til ársfundar og stjórnar fundi að öllu leyti. Líka má forseti kalla félagsmenn á aukafund, þegar brýn nauðsyn krefur. 12. Forseti hafi öll bréfleg störf á hendi fyrir félagið, og skal hann rita þau í þar til gjörða bréfabók, að þeim störfum undanteknum, sem féhirðir á að gegna; líka haldihann fundabók, í hverja rituð séu lög félagsins, helztu uppástúngur og samþykktir á félagsfund- um; þar sé þess stuttlega getið, hvað félagið hefir eignast af bókum ár hvert, hvernig tekjum þess hafi verið várið, og hvernig fjárhagur þess sé, samt hverjir liafi öðrum frem- ur hlynnt að því það árið. Báðar þessar bækur, ásamt þeirri, sem getið er i § 13, séu útvegaðar á félagsins kostnað. í hið prentaða registur yfir bókasafnið, sem raðað er eptir vísindagreinum, skal forseti einnig rita allar þær bækur, sem félaginu bætast á ári hverju, og skal það vera undir atkvæðum félagsmanna, nær endurprenta skal registrið, af hverju sérhver félagsmaður fær þá eitt prentrit ókeypis. þar að auki skal forseti semja sérstak- an lista yfir hinar nýfengnu bækur, sem skal ritaður við hver októbermánaðarlok, og send- ur félagsmönnum með umburðarbréfi, líka sé hann fram lagður til sýnis á félagsfundum, og síðan geymdur við bréfasafn félagsins. Að lyktum skal forseti við hver árslok senda landsins biskupi stutta skýrslu um ástand, framkvæmdir og fjárhag félags þessa. 13. Féhirðir hafi á hendi reiknínga félagsins, hann innkalli árstillög félagsmanna, og gjöri grein fyrir á félagsfundum; í því skyni haldi hann einnig bók eina, í hverja skráð séu nöfn allra félagsmanna, og útundan hvers eins nafni hans árstillag, líka skal þess þar get- ið, ef einhver veitir félaginu aukaféstyrk nokkurn, líka ritar liann í hana við hver ársiok jafnaðarreikning yfir tekjur og útgjöld félagsins í það skiptið, og leggur hann svo eptirrit af honum fram á félagsfundi, og skulu 2 félagsmenn, semforseti kveður tilþess með ráði fundarmanna, yfirlíta það og rita þar á, hvort nokkuð sé út á að setja. 14. Engin gjöld skal féliirðir greiða, nema eptir ráði og skipun forseta, og skal hann í hvert sinn taka kvittun fvrir því, er hann selur af hendi, er lögð sé, sem fylgiskjal, með reikníngi hans.


Lög hins J. Möllerska bókasafns og lestrarfjelags í Mýrarsýslu-prófastsdæmi.

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Lög hins J. Möllerska bókasafns og lestrarfjelags í Mýrarsýslu-prófastsdæmi.
http://baekur.is/bok/b60b2ea3-1764-41f6-ba48-0343c1ee8ab5

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/b60b2ea3-1764-41f6-ba48-0343c1ee8ab5/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.